Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 10

Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 10
80 Ásmundur Guðmundsson: Marz. breytir fagnandi eftir helgu lögmáli, sem Guð hefir rit- að í sál henni. Hún er frjáls. Vér þurfum öll að virða fyrjr oss kristnilíf þjóðar- innar, livers virði það hefir verið henni á liðnum öld- um og allt fram á þennan dag. Og komum vér auga á gildi þess í lifsstríði hennar, er það brýnust skylda vor að hlúa að því eftir megni hvert og eitt. Ef til vill þykir einhverjum þetta ósanngjörn krafa. Það sé aðeins skylda islenzku kirkjunnar. En hverir eru kirkja íslands? Er hún aðeins hundrað manna embættisstofnun? Mikill þorri manna virðist líta svo á. En þeir gæta ekki að því, liversu voðalegan dóm þeir eru að kveða upp með þeirri skoðun yfir sjálfiun sér og þjóðinni allri. Nálega liver og einn íslendingur liefir verið tekinn inn í kirkjuna þegar á barnsaldri. Ungmennin staðfesta það sjálf hátíðlega í kirkjunum á mótum bernskuára og unglingsára. Síðan bera á fullorðinsárunum foreldrar börnin sín til skirnar og vilja, að þau fermist. Meinar þjóðin ekkert með þessu? Er það aðeins kaldur og dauð- ur vani, hræsni og yfirskin? Annaðhvort er það svo, eða þjóðin er í raun og veru í þeim félagsskap, sem vér nefnum kirkju. Saga íslendinga á liðnum öldum sýnir það, að íslenzk þjóð og íslenzk kirkja eru ekki sitt hvað. Og svo mun enn. Ivristnilíf hennar liefir birzt í dýrlegum myndum, sem geymast í sögu þjóðarinnar og lifi. Móðurbænir liorf- inna kynslóða yfir börnum sínum vaka enn yfir vögg- unum. Trú þeirra er snar þáttur af sjálfum oss, þótt kristnin hljóti að vísu að nema land með hverri kyn- slóð. Ekkert umhugsunarefni er unaðslegra en það, hvernig mæður vorar hafa gerzt æðstu prestar kristn- innar. Þær eiga hundruðum — þúsundum saman vitn- isburðinn, sem Matthías Jochumsson gefur sinni móður:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.