Kirkjuritið - 01.03.1943, Side 12

Kirkjuritið - 01.03.1943, Side 12
82 Á. G.: Sjálfstæði. Marz. Hvernig mætti annað vera en að þetta líf liefði með einhverjum liætti helgað minningararf þjóðarinnar og farið skínandi eldi um sál liennar og samvizku? En verði samvizka þjóðarinnar upplýst af anda Krists, þá mun frelsi hennar og sjálfstæði borgið. Þá eignast liún sjálfstæði liið innra, sem ekkert má granda, og hlýtur einnig að birtast hið ytra í ótal myndum. Þá verð- ur Guð í verki með henni. Og ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss. Til er forn lýsing sjáara á ægilegastri ógæfu þjóðar: Hann mælir svo í nafni drottins: Þeir hafa yfirgefi mig, uppsprettu hins lifandi vatns, til þess að grafa sér brunna, hrunna með sprungum, sem ekki halda vatni. En mestri þjóðargæfu lýsir liann þannig: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Ciuð, og þeir skulu vera mín þjóð. Hvern kostinn viljum vér kjósa oss og niðjum vorum? Þess hefir verið getið til, að kristnin muni aldauða á íslandi árið 2000. Er sá nokkur, sem vill styðja að því, að sú hrakspá rætist? Nei. Vinnum þá þegar að því, að sami lofsöngurinir sem hljómaði í Almannagjá á 1000 ára afmæli Alþingis, megi stíga upp til himins með margföldum þrótti fí’á allri þjóðinni fagnandi á 1000 ára afmæli kristninnar: Vist ertu Jesú kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna kóngur vor, kóngur almættis tignar stór. Þann konung skyldi hvert hjarta hylla bæði fyrst og síðast. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.