Kirkjuritið - 01.03.1943, Side 13
Kirkjuritið.
Séra Þorsteinn Kristjánsson.
Það er erfitt að átta sig
á því, að hann og starfs-
bræðnr hans, sem látizt
hafa á þessu ári, séu
horfnir frá starfi og úr
hópi vina sinna, þar sem
þeir nutu hinna mestu
vinsælda. Öll íslenzka
prestastéttin saknar þeirra
sárt og sendir ástvinum
þeirra innilegustu samúð-
arkveðjur.
Séra Þorsteinn vár einn
þeirra, sem tók sér far
með vélskipinu „Þormóði“,
sem fórst nóttina milli 17.
°g 18. febr. s.l. — Hugsaði hann sér að dvelja nokkra
^aga í Reykjavík og hverfa síðan aftur heim til ástvina
S1nna og verkefna þeirra, sem þar biðu lians í mikil-
v*gu og merkilegu starfi prestsins. — En þetta varð
hinzta förin í þessum heimi.
Séra Þorsteinn er fæddur 31. ágúst 1891 að Þverá í
Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Voru foreldrar hans þau
Kristján Jörundsson hreppstjóri og kona hans Helga
Þorkelsdóttir. Móður sína missti hann 1930, en föður
sinn 1937.
Það kom snemma i Ijós, er séra Þorsteinn var á unga
nldri, að hugur hans hneigðist til þess að nema bókleg