Kirkjuritið - 01.03.1943, Síða 18
88
J. Kr. í.: Séra .Tón Jakobsson.
Marz
því óræk vitni. Trú hans var lirein og laus við allar
kreddur og kennisetningar, og' hann hoðaði hiklaust
þann kristindóm, sem hann taldi sannastan og réttastan.
Það var þessi kristindómur, sem gerði sóknarhörn séra
Jóns sál. sterk og óviðjafnanlega hugrökk, þegar ég bar
þeim fregnina um liið hörmulega slys. Þá varð ég þess
persónulega var, hversu djúpar rætur lcenning hins
látna vinar míns og starfsbróður höfðu fest í hugum
sóknarharna hans. Yfir hetjulund og hinn sterka trúar-
þrótt syrgjendanna ná orð mín ekki, þau yrðu aldrei
annað né meira en lýsing, en eklci sjálfur raunveruleik-
inn. Séra Jóni sál. auðnaðist ekki, nema að örlitlu leyti,
að sjá uppskeru af sáningu orða sinna, en mér varð
hún ljós.
Meðal hinnar íslenzku prestastéttar hlýtur minningin
um slíkan mann að verða björt, en þó um leið hljótum
við að sakna starfs hans. Við munum ekki vökva minn-
ingu hans með tárum, heldur minnast hans á þann liátt,
sem honum mun liafa verið hugleiknastur. Við skulum
starfa á þeim grundvelli, sem hann starfaði — við skul-
uin hoða sannan kristindóm, eins og hann er sannastur
og réttastur í lífi Jesú Krists og kenningu. Þótt djúp
skörð séu iiöggvin í stétt okkar, skulum við ótrauðir
starfa af einlægni fyrir þeim málstað, sem við vitum,
að er sannastur og réttastur. Með því móti heiðrum
við minningu séra Jóns Jakobssonar frá Bíldudal.
Vinur minn! Ég veit, að „hinn látni lifir“, ég veit,
að þú lifir, þótt þú sért hulinn sjóniun mínum. Ég þakka
samverustundirnar og' það starf, sem þú hefir unnið í
þágu kristindómsins.
Guð blessi þig.
Jón Kr. ísfeld.