Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 23

Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 23
Kirkjuritið. Trúaráhugi í her Bandaríkjanna. 93 arskála. Messur voru við og við og erigir fastir guðsþjón- Ustustaðir. Engin sameiginleg yfirstjórn kirkjumálanna Var í hernum. Þi'átt fyrir þetta unnu margir herprestarnir ágætt starf 1 fyrri styrjöld. Þeir fylgdu herjunum í fremstu viglín- Ur’ °g fjöldi þeirra lét lífið við starf sitt. Eii nú vinna prestarnir eingöngu prestsverk Laud- ker og floti liafa hvor sinn yfirprest. Herstjórnirnar reyna á allan hátt að greiða fyrir starfi prestanna og gefa þeim aðstöðu til þess að hafa áhrif. Ekkert annað starf er af þeim heimtað. Yfirprestur landhersins skrifaði: „Eyðið ekki tíma ykkar í óviðkomandi störf. Einbeitið ykkur að því, sem er hlutverk ykkar: Að boða lögmál Guðs og náð haná. Látið ekkert og engan sveigja ykkur frá þessu starfi“. ;)- Áliugi herstjórnarinnar á þessu starfi herprest- anna kemur fram í því, hve mikil áherzla er lögð á það a^ reisa herkirkjur. Fyrir 1940 voru alls 17 herkirkjur 1 hinum 160 stöðvum hersins. A 22 árum liafði verið 'arið 969.000 dölum til þess að reisa herkirkjur. En í niarz 1941 gaf herstjórnin skipun um að reisa 604 her- kirkjur, fyrir alls 13.000.000 dali. Nú eru þessar kirkjur allar komnar upp og 200 betur! Auk þess eru 100 her- kirkjur í smíðum. En hvað sem herkirkjunum líður, þá fylgir trúin liern- uin, hvert sem hann fer. Herprestarnir eru í hverjum hðsflutningi. Þeir eru í heræfingunum. Óvopnaðir fylgja þeir liermönnunum út í orustuna. Á herferðum hefir herprestur meðferðis lítið orgel, sem vegur 25 kíló, skrif- horð og stól, sem leggja má saman, ritvél, samkomu- Lald og prestsfána. Hver herdeildarprestur hefir sinn Eutningsbíl og aftan í honum annan vagn. Þar er pré- riikunarstóll, altari, liljóðdreifitæki, orgel, kistill með með allri reiðu fjTÍr katólska eða mótmælenda-presta

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.