Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 24
94 Magnús Jónsson: Marz. og gyðinga-rabbí, Bibliur, helgisiðabækur og sálma- bækur. Á herferðum er presturinn klæddur hermannabún- ingi. Þegar numið er staðar að kveldi, ekur hann híl sínum á hentugan stað, opnar liinn vagninn og lagfærir allt, og því uæst hefst guðsþjónusta með öllum helgi- siðum. -- Þessar guðsþjónustur standa um þrjá stundarfjórð- unga eða minna. Allur þorri hermannanna sækir þær. Flestum herprestum kemur saman um, að þeir þekki enga söfnuði alvörugefnari og einlægari. Hermennirnir hlusta eftir hverju orði. Þetla er þeim lífsnauðsyn. í flotanum fær prestþjónustan vitanlega nokkuð ann- an blæ. Prestar eru á liverju orustuskipi, flugvélamóður- skipi, beitiskipi, birgðaskipi og spítalaskipi. Hver tund- urspilladeild hefir lierprest, og Iiefir hann bækistöð sína á birgðaskipi deildarinnar. Sama er að segja um kaf- bátadeildir. Allir þessir prestar í flotanum eru nú í fvrsta skifti útbúnir með öllu, sem til þarf til hverrar guðsþjónustu. Allir prestar í her og flota liafa foringjastöðu Willi- am R. Arnold, jdirprestur landhersins, er liershöfðingi (general) og R. D. Workmann, yfirmaður flotans, er kap- teinn. En í ávarpi eru þeir jafnan nefndir „prestur“, en ekki t. d. majór, lautinant eða slíkt. Þeim er heilsað að liermannasið, og þeir heilsa á sama hátt, en ávarpa um leið, seg'ja t. d. góðan dag', gott kvöld eða slíkt. Þeir hera ekkert vopn og gefa engar skipanir. Ivristnir prestar hera Icross, en rahbíar lögmálstöflur á brjósti. Herprestarnir eru stöðugir gestir á herspítölunum og' ski-ifa fádæmi af bréfum. Óteljandi eru þau erindi, sem hermennirnir eiga við þá. Hurðin að hibýlum þeirra er sjaldan kyr. Um þær dyr fara hermennirnir með allar sínar áhyggjur. En presturinn þarf líka oft að ganga um, því að allt vill hann gera fyrir vini sina. Hann verð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.