Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 26
96
M. J.: Trúaráhugi í her Bandar.
Marz.
um er enginn guðleysingi“. Þar voru 29 herprestar sífelt
á ferli um eldgöngin og veittu hermönnunum huggun
og styrk. Sex þeirra hlutu sérstök heiðursmerki.
6. Einn af herprestunum á Bataan sagði: „Ég er bú-
inn að fára 2000 mílur i fremstu viglínu á 6 vikum“.
Katóskur herprestur sagði: „1 mánuð hef ég messað á
hverjum degi og aldrei tvisvar á sama stað“. Annar
sagði: „Hundruð pilta biðja um Biblíur. Aldrei á æfi
minni hefi ég séð Biblíuna lesna eins og hér“.
Kvöldið fyrir páska fékk herprestur einn i Corregi-
dorvirkinu einkennilega*heimsókn. Það var hermaður,
sem kom til hans, alvopnaður, órakaður, svitastorkinn
og óhreinn, beint úr eldinum. Hann sagði: „Mig langar
til að hiðja yður að skíra mig í fyrramálið. Það er búið
að dragast of lengi!“
Næsta morgun komu eins margir saman í virkinu,
eins og máttu fara frá vörninni, foringjar, hjúkrunar-
konur og hermenn. Páskamessan var flutt. En hámark
hennar var það, þegar þessi hermaður, kominn beint
úr orustunni, gekk að skírnarlauginni.
Heima og á fjarlægustu vigstöðvum fer Guðs orð
með herjum Bandai-íkjanna. Milljónir ungra manna
hafa fundið nýtt mark að stefna að og nýja uppsprettu-
lind kjarks og lifsþróttar.