Kirkjuritið - 01.03.1943, Qupperneq 27

Kirkjuritið - 01.03.1943, Qupperneq 27
Kirkjuritið. Séra Sigtryggur Guðlaugsson áttræður Að Núpi prúðan gest að garði bar, sem giftudrjúgur reyndist fjarða-sveit; um veg hans lýsti vökul þrá og heit, og vin sinn hitti spurul æska þar. Um unga sál barst andans guðasvar og ilmur blóms um þyrstan moldarreit. Hans æðsta mál að kenna kristinn sið var köllun hans, og stærsti áfanginn. Hver messutíð var taug í himininn, sem tryggði mestan þrótt og dýpstan frið. Og því var hlýtt um önnur iðjusvið af auðmýkt þjóns, sem dáir herra sinn. Fjölhæfur andi, fránn og svifasnar í fræi smáu lífsins víddir sá. — í söngsins ríki dvaldi dreymin þrá við dýrð, sem óx því meir sem skynjað var. — Um mátt og fegurð merki lífsins bar jafnt minnsta fræ og stjörnudjúpin blá. Með landnámsþrótt og ljóssins tignu ró hann leiðsögn tók í málum æskunnar: Að rækta sál og sveit, sem vanrækt var, og vekja skilning þar, sem deyfðin bjó. Til verka þeirra veittist orka nóg, þó væri örðug sóknin hér og þar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.