Kirkjuritið - 01.03.1943, Síða 28

Kirkjuritið - 01.03.1943, Síða 28
98 G. E.: Séra Sigtryggur Guðlaugsson. Marz. f véum skólans var um neistann sinnt, sem verða skyldi í framtíð þroskabál. Goðborin alúð gaf að ung-lingssál þann gaum, er vilja fékk til starfa hrinnt; úr læðing duftins leysti andans mynt, svo læddist námsins tign um sjón og mál. Frá litlum sal barst ljós, í starfi og söng, og lengi þráður tónn um kalda þögn. Með þekking, trú og kjark sem kennslugögn varð komizt af með lítil ytri föng. — Nú gnæfir klerksins ötul iðja og löng sem orkustöð um lifsins gróðurmögn. Og hlíðarhvammi vilji vökumanns, með vorsins dísum gróðurskikkju óf af sömu hyggju og til gullsins gróf, sem glóa skal í sögu Vesturlands. í ilmi Skrúðs, í æfi Núpsskólans býr andi foringjans, sem störfin hóf. Aldraði jöfur, enn á lífið skyggn; í óði veikum þiggðu goldið hrós. Enn vökvi margan hnípinn hlyn og rós þinn hlýi æfistraumur, tær og lygn. Enn hljóti vöxt þín hreina eðlistign við haustsins mánaskin og stjörnuljós. Gísli H. Erlendsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.