Kirkjuritið - 01.03.1943, Síða 30

Kirkjuritið - 01.03.1943, Síða 30
100 Magnús .Tónsson: Marz. krömdu og sundurmörðu lijarta eins og Davíð eftir s\md Iians. Og hverjir eiga í raun og sannleika meiri réttinn, ef um rétt getur verið að ræða, þeir, sem dæma, eða þeir, sem þurfa? Mennirnir brjóta og mennirnir slökkva. Ekki aðeins brjóta þeir brákaðan reyr, beldur allt, sem er minni máttar, og ekki slökkva þeir aðeins dapran hörkveik, beldur skærustu ljósin, sem Guð befir gefið þeim vit til að tendra. Er þá ekki gott, að.Guð er öðruvísi? Að bann er einmitt öðruvísi? Er ekki gott að kærleikur hans varir, þó að mennirnir bati? Er ekki gott að bann reyn- ist sannorður, þó hver maður Ijúgi? Já er ekki gott að jafnvel það bezta hjá mönnunum sé þó, þrátt fyrir allt, öðruvísi og fullkomnara hjá Guði. í þýðingu Matthíasar Jocbumssonar á kvæði einu ensku segir svo: í sköpunardjúpi skaparans vér skynjum hólma — lifið manns; það girða eilíf undrahöf, sem innilykja vöggu og gröf. ( Cowper). Hlýtur ekki þetta að vera satt? Mannlífið er stórt, veröld okkar mikil. En hvað getur hún verið annað en bólmi einn í úthafi, já í veröld Guðs sjálfs? Og hvernig á þá annað að geta ■'ærið satt en það, að Hann, sem liefir myndað þetta allt, á þetta allt, stjórnar þessu öllu, og beinir þessu öllu að sinu fjarlæga marki, bvernig á ann- að að vera, en að hann sé öðruvísi en hinar smáu verur á þessum lita hólma í sköpunarverkinu ? Og hvílík er sú náð, sem oss hefir verið gefin með þeirri opinherun, sem ldæddist holdi í frelsaranum Jesú Kristi, að hann, sem er svona miklu æðri, einmitt hann skuli vera sá, sem ekki brýtur reyrinn né slökkur hið dapra ljós!

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.