Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 40
110 Selma Lagerlöf: Marz. líka: „Þekkir þú manninn þarna<í, spurði liann. Þegar hún leit r.iður, sá hún, að fjöldi af reiðmönnum og hestum var í garð- inum. Þrœlar voru að taka ofan af ösnum og úlföldum. Það leit út fyrir, að tíginn gestur væri kominn. Ferðamaðurinn stóð þeg- ar við hallardyrnar. Það var gamall maður, hár vexti og herða- breiður og mjög þungbúinn á svip. Kona Pílatusar þekkti liann jjegar og hvíslaði að manni sinum: „Það er Tiberíus keisari, kominn til Jerúsalem; það getur enginn annar verið“. — „Nú finnst mér ég þekkja hann“, sagði maður liennar, og drap fingri á vör sér til merkis um það, að þaií skyldu vera hljóð og hlusta, hvað sagt yrði í garðinum. Dyravörðurinn kom út og ppurði gestinn: „Hver er það, sem þú vilt finna?“ Og ferðamaðurinn svaraði: Ég er að leita að spámanninum mikla frá Nazaret, honum, sem er búinn undramætti Guðs. Tíberíus keisari lcallar á-hann og biður hann að lækna sig af miklum sjúkleika, sem enginn læknir getur ráðið bót á“. Þegar hann hafði mælt þessi orð, hneigði þrællinn sig djúpt til jarðar og sagði: „Herra, reiðstu ekki, en það er ómögulegt að verða við ósk þinni“. Þá sneri keisarinn sér að þrælunum, sem biðu niðri i hallargarðin- um, og gaf þeim skipun. Og þrælarnir hröðuðu sér til hans. Sumir voru með fulla lófana af skartgripum, aðrir héldu á skálum fullum af perlum, og enn aðrir roguðust með poka með gullpeningum í. Síðan sneri keisarinn sér að dyraverðinum og mælti: „Allt þetta skal hann eiga, ef hann vill hjálpa Tíberíusi. Jfeð þessu getur liann gert alla fátæka á jörðinni að auðmönn- um“. En dyravörðurinn laut enn dýpra en fyr og sagði: „Herra, reiðstu ekki þjóni þinum, en það er ómögulegt að verða við til- niælum þínum“. Aftur benti keisarinn þrælum sinum, og tveir þeirra komu með búning með Ijómandi gimsteinum á brjósti. Og keisarinn sagði við þrælinn: „Sjáðu til, það, sem ég býð honum nú, eru völdin yfir Gyðingalandi. Hann á að vera æðsti dómari þjóðar sinnar og stjórna henni. Láttu hann nú koma og lækna Tíberíus“. En þrællinn laut enn dýpra en fyr og sagði. „Iierra, það er ekki á minu valdi að hjálpa þér“. Þá benti keisarinn enn einu sinni, og þrælar hans flýttu sér að koma með ennis- spöng úr gulli, og purpurakápu. „Líttu á“, sagði hann. „Þetta er vilji keisarans. Hann lofar því að gjöra hann að eftirmanni sin- um og gefa honum völdin yfir heiminum. Hann skal geta stjórn- að allri jörðunni eftir vilja Guðs sins. Bara að hann rétti fram hönd sína og lækni Tíberíus“. Þá féll þrællinn að fótum keisar- ans og sagði kveinandi: „Það er ekki á mínu valdi að verða við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.