Kirkjuritið - 01.03.1943, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.03.1943, Qupperneq 42
112 S. L.: Sveitadúkur Veróniku helgu. Marz. eins og iwáluð nieð blóði og tárum og svörtum sorgarskuggum. Skömmu seinna birtist honum allt andlitið, eins og það hafði mótazt á sveitadúkinn. Hann sér blóðdropana á enninu, þyrni- kórónuna, blóði storkið hárið og kvaladrættina um munninn. Hann beygir sig yfir myndina dýpra og dýpra. Iiann sér andlitið skýrar og skýrar. Allt i einu taka augun á myndinni að ljóma, eins og i þeim leiftri dularfullt líf. Þau segja honum í einu frá ógurlegustu þjáningu og frá tign og hreinleika, sem hann aldrei liafði áð- ur litið. Hann liggur á legubekk sinum og mænir á myndina. „Er það maður?“ segir hann i hálfum hljóðum. „Er það maður?“ Hann liggur aftur kyr og horfir á myndina. Alll i einu falla hon- um tár. „Ég harma dauða þinn, ókunni maður“, hvíslar hann. „Fástina“, kallar hann að lokum, „af hverju léztu þennan inann deyja? Hann mundi hafa hjáipað mér“. Hann liggur enn litla stund, en svo rennir hann s.ér ofan á gólfið og fellur á kné fyrir framan myndina: „Þú ert maðurinn“, segir hann. „Þú ert sá, sem ég hugsaði, að ég myndi aldrei fá að sjá“. Ilann bendir á hryggðarmyndina, sem hann er sjálfur orðinn: „Ég og allir aðrir erum villidýr og þrælmenni, en þú ert mað- urinn“. Hann lýtur höfðinu svo djúpt fyrir myndinni, að það kemur við gólfið. „Ég græt yfir þér“, segir hann, og tárin hrynja á steininn. „Hefðir þú lifað, þá hefði það eitt læknað mig að lita þig“. Veslings gamla konan verður hrædd við það, sem hún hef- ii gjört. „Það hefði verið hyggilegra“, hugsar hún, „að sýna ekki keisaranum myndina“. Hún hafði alltaf verið hrædd um, að sorg hans yrði of sár, er hann sæi hana. Og hún ætlar að taka myndina til sin. Þá lítur keisarinn upp. Andlitsdrættir hans eru gjörbreyttir. Honum er batnað. Það er eins og sjúkdómurinn hafi stafað af hatrinu i sál hans og fyrirlitningunni á mönnunum. Nú verður liann að hörfa burt, þegar kærleikurinn og meðaumkunin snerta dýpstu strengina. Svo mikill er máttur Kristsmyndarinnar. Á. G. þýddi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.