Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 3

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 3
Kirkjuritið. --------- Vor. Ég elska þig, sólbjarta, vermandi vor, sem vonirnar glæðir í hjarta. Þú áræði veitir og þróttlausum þor og þurrkar burt vetrarins hrímköldu spor og braut ryður sumrinu bjarta. Ég elska þig, sólbjarta, vinfasta vor, sem vekur hvert frækorn af dvala. Ég finn, hversu sumarið fetar þín spor og færir um jörðina yaxandi þor, svo blómin um tign þína tala. Ég elska þig, sólbjarta, angandi vor, þinn ilmur nú berst mér að vitum. Er hérvist mín þrýtur og þverra mín spor, ég þrái í sál mér hið eilífa vor með björtum og lýsandi litum. Þú, eilífi kraftur, sem vorið upp vekur með vermandi aflinu og kuldann burt hrekur, þinn máttur er falinn í frækorni smáu í fljótum og dölum og tindunum háu. Ég krýp á þinn fótstall, þú volduga vera, vizka og kærleikur sprota þinn bera. J. J

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.