Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 5

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 5
Kirkjuritið. Hvílasunna. 187 klæddust snjóhvítum klæðum. Voru þeir nefndir hvít- voðungar. Þess vegna er meðal annars talað í fornkirkj- unni um 1. sunnudag e. p. sem „drottins dag í hvítavoð- Um“. Þessi dagur var stundum nefndur „eins og nýfæddir“, af orðalagi í 1. Pétursbréfi (2,2) „eins og nýfædd börn“, sem tákn hinnar nýju fæðingar skírnarinnar og lirein- leika þess, er skirnin táknaði. Þá voru þeir, sem skírðir voru laugardaginn fyrir páska, er einnig var hvíld- ardagurinn mikli, færðir úr Jiinum hvíta, skínandi skrúða, sem þeir höfðu horið i viku frá skírnardegi. Með skírninni hlutu menn gjöf Heilags Anda. I sögum vorum er einnig getið um, að menn hafi andasl í livítavoðum. Þeir frestuðu þá skirninni lil hana- dægurs. Þegar reist var kirkja fyrr á öldum, þá var hún öll tjölduð hvítum voðum við vígsluna, líkt og skírnþegar voru klæddir. Til dæmis segir svo i Laxdæla sögu: „Ok er Kjartan at Borg grafinn; þá var kirkja ný vígð ok í hvitaváðum“. Nóttin fy rir hvítasunnu var i fornkirkjunni vöku- nótt. Var þá næturguðsþjónusta haldin. Neyttu menn kveldniálíðar og báðust fyrir standandi. Einnig voru Móselög lesin. Hvítasunnan er með ólikum blæ og hinar tvær stór- bátíðir kirkjunnar, jólin og páskarnir. Þetta orsakast af l)vh að frásagan um hvítasunnuundrið hefir ekki náð ebis föstum tökum á hugum manna eins og frásögur binna tveggja fyrr greindu stórliátíða. Og sjálf hvítasunnufrásagan í 2. kapítula Postula- sögunnar hefir orsakað mikil lieilahrot og umhugsanir. Otal skýringar hafa komið fram á þeim undursamlega °g einkennilega atburði, sem þar er skrásettur, er Heil- a§ur Andi kom vfir postulana. Og ekki ætla ég mér held- 11 •' þá dul, að ég' fái skýrt þann atburð. En livað sem þessu líður. Postularnir verða sannfærð- ■r um það, að með þessum atburði hefðu orð Jesú ræzt,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.