Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 7
Kirkjuritið.
Iivítasunna.
189
eygja lifið i nýju ljósi við það að láta áhrif And-
ans berast inn til hjartna vorra — i ljósi eilífrar hvíta-
sunnu, er vér maetum hinum upprisna Kristi! Hvílík
breyting varð ekki á lærisveinahópnum eftir að þeir
höfðu öðlast gjöf Heilags Anda. Líf þeirra varð allt
annað frá þessum degi. Sumarsólin skein inn í hjörtu
þeirra með vermandi, ylhlýju geislamagni. Kristur lýsti
þeim í lífi og dauða. Þeir sannfærðust nú um það, að
fyrirheit Jesú voru liinn dýrlegasti veruleiki, er hann
hafði sagt, að faðirinn mundi í sínu nafni senda þeim
buggarann, Andann Heilaga. Hvílik ólýsanleg gleði og
brifning gagntók þá ekki!
Vér skulum reyna að láta eitthvað af þessum fögn-
uði og hrifningu gagntaka oss, einkum nú á þessari há-
•'ð andans, heilagri hvítasunnu, hvort sem vér erum
umvafin blómkrónu æskunnar eða krýjid silfursveig
ellinnar. Þvi margt er það, sem oss og þjóð vorri er
skylt að þakka góðum Guði fy rir einmitt nú á þessum
árstíma. Vér skulum því, í stað þess að liorfa á h'ið
dapra og dimma, heina sjónum vorum á hið bjarta og
fagra, upp i eilifa Ijósið hjá Guði, ofar dægurstriti og
Umsvifum jarðlifsins. Ef nokkur árstíð getur glætt liið
mnra með oss fegurð og sanna bjartsýni, þá er það
einmitt sumarið, þessi dásamlegi þroska og vaxtartími
1 gervallri náttúrunni.
Minnir ekki þetta oss á það, að einnig vort eigið líf
getur orðið jafn fagurl og auðugt að þeim verðmætum,
sem hvorki mölur eða rvð fá grandað, ef vér leyfum
helgandi áhrifum IJeilags Anda að umskapa akur
hjartna vorra, svo að fögur blóm eilífrar trúar megi þar
fram spretta fyrir geislum hvítasunnunnar og blessun-
arrikir ávextir koma þar í Ijós, er vei’ði til sannra nytja
°g heilla.
En vér hljótum þá einnig að minnast kristinnar kirkju
uu á þessu afmæli hennar og biðja þess, að sterkviðri
andans feyki deyfðinni og lognmollunni burt og ávext-