Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 13

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 13
Kirkjuritið, Handan við skólabrú. Á aldarafmæli Menntaskólans í Reykjavík 16. júní. Nú eru um átján ár síðan ég sá þá heilsast niðri í Lækjargötu, tvo gamla menn. Annar var þjóðfrægt skáld’, víðförull heimsborgari, veraldarvanur fjármála- maður, kominn aftur heim til íslands eftir langa og við- hurðaríka útivist. Hinn var prestur- í afskekktu kalli, sem liann hafði þjónað alla sína æfi, frá því er hann gekk frá altari dómkirkjunnar sem ungur maður á vígsludegi sínum. Lifið hafði sett sín mót á háða. Nú stóðu þeir hvor andspænis öðrum, féllust í faðma og bróðurkossinn var harnslega innilegur. „Nonni minn, — Nonni minn“, sagði skáldið við hinn aldraða -prest. Og klukka tímans gekk aftur um rúm fjörutíu og fjögur ár. Á þessu augnabliki voru það ekki skáldið og embættismaðurinn, sem voru að lieilsast. Það voru tveir ungir piltar, sem með hjartanlegum og leiftrandi fagnaði voru að faðmast af græskulausri al- úð. Samhuga gleði, samfélag liið innra, tengsl, sem lang- ir lífdagar og mikil fjarlægð hafði teygt á, en aldrei getað slitið, — það var þetta, sem Idasti við augum mér á heiðum vordegi niðri i Lækjargötu fyrir 18 árum. En af hverju segi ég þessa sögu? Ekki aðeins af því, að í dag mun ég sjálfur hera stúdentshúfu gamla prests- ins niðri í Lækjargötu, — heldur vegna þess, að þetta litla atriði er mér einskonar lykill að deginum i dag, —- °g jiessi dagur flytur boðskap, sem hefir gildi fyrir oss, sem hér erum saman komnir. J) Einar Benc'diktsson. 2) Séra Jón Finnsson, faðir höf.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.