Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 14

Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 14
19« Jakob Jónsson: Júní-Júlí. Hnndrað ára afmæli Menntaskólans er stórviðburð- ur í sögu þessa bæjar, og landsins í iieild. í heila öld hefir skólinn verið sameiginlegur viðkomustaður fyrir meiri bluta íslenzkra menntamanna og opinberra starfs- manna úti um ailar landsins byggðir. Það eru ekki nema fá ár siðan liann var einn um sitt lilutverk. Um hans dyr liafa gengið sumir þeirra manna, sem liin íslenzka þjóð má aldrei að eilífu gleyma. Og um hinar sömu dvr gengur ennþá mikill hópur æskumanna, sem Guð einn veit, hvað úr kann að verða. En í fordyri er fest inn áletruð tafla, sem minnir á það, að einn af mestu velgerðamönnum mannkynsins tók þar sitt stúdents- próf, að vísu við lítinn orðstír, ljóslæknirinn Níels R. Finsen. Hver veit, nema skólanum auðnist að eignast aðra slíka töflu innan næstu liundrað ára. En uppistaðan í hátíðahöldum skólans verður ekki fólgin í því einu að minnast þeirrar þýðingar, sem liann hefir baft fyrir land og þjóð. Hún vferður öllu heldur sú bin sama tilfinning, sem einkenndi endurfundi bekkjarbræðranna gömlu niður í Lækjargötir forðum. Gleði samverustundanna í kvöld verður að vísu Jiá- vær og glaummikil. Og sjálfsagt fer þar ýmislegt fram, sem ég og aðrir bindindismenn befðum frekar kosið úr sögunni. Jafnvel liinum svokölluðu lærdómsmönnum tekst illa að læra þá list að gleðja sig án ölvunar og drykkjuláta. Því er líkt farið um þessa hálíð og fæð- ingarbátíð frelsarans og aðrar stórbátíðir kirkjunnar. Og þó hafa jólin sitt gildi. í gegnum glasaglauminn og öskur fvlliraftanna beyrist órnur af englasöngviim. Und- ir ösku syndarinnar felst neisti af heilagri glóð. Meðan Reykjavík stendur á því menningarstigi sem bún er, fáum vér tæplega nokkurn tíma notið gullsins án þess að þurfa að tina það úr sorpinu, bvort sem um er að ræða fermingardaga, sjómannadaga, þjóðhátíðardaga eða hundrað ára afmæli Menntaskólans. En gull þessa dags er gleði, sem er í ætt við hina djúpu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.