Kirkjuritið - 01.06.1946, Síða 15
Kirkjuritið.
Handan við skólabrú.
197
gleði bekkjarbræðranna gömlu, sem heilsast aftur eftir
mörg ár. Yfir hverju voru þeir að gleðjast? Hvað áttu
þeir sameiginlegt? Gamlar samverustundir, tengdar við
græskulausa g'laðværð skólaáranna, við námið og við-
fangsefni, sem snertu það. Ef til vill smávegis brellur,
sem þeir höfðu síðan brosað að í marga áratugi. En þó
fyrst og fremst sameiginlega vordrauma æskunnar. Það
er hreinn og heinn misskilningur, ef menn halda, að
sesk m eigi einvörðungu léttúð, leti og' kæruleysi. I
brjostum hinna ungu slá hjörtun af djúpri þrá eftir
að gera framtiðina fagra. Þá verða lil fyrstu kvseði
skáldanna, fyrstu lærdómsafrek liinna verðandi visinda-
manna, og síðast en ekki sízt, — þá hefir vaknað þráin
til guðsríkis í einhverri mynd, — eftir mannúð, réttlæti,
jöfnuði. Og þrátt fyrir öll núll og skrópa, nótur og rekt-
orsáminningar, er þarna til samfélag um sannleiks- og
þekkingarleit. Það er mennta- og' menningarþrá, sem í
dag fær sitt ytra tákn í hópgöngu nokkurra kynslóða út að
gröfum liðinna kennara sinna og' til baka aftur inn i
lærdómssetrið. Þær verða þunnskipaðar hinar fremstu
fylkingar stúdentagöngunnar í dag. Fáeinir gamir menn,
sem í dag hugsa mörg ár aftur i tímann, til þeirra, sem
gengu glaðir með þeim í æsku niður Skólabrú. Og senni-
tega hugsa þeir margir inn í eilífðina, þar sem hinir
fornu félagar þeirra liafa nú gengið undir sitt ])róf eft-
lr skólagöngu jarðlífsins. Áður en varir höfum vér öll,
sem nú erum í fullu fjöri farið hina sömu hraut, — eft-
h' nokkra áratugi verða það nýjar kynslóðir, sem troða
götur þessa lands og hugsa um oss, eins og vér hugsum
11 m hina framliðnu. Og' vér sjálf eigum þá eftir að mæt-
ast inni i annari veröld og minnast þar sameiginlegrar
skólagöngu í þeim skóla, sem nefndur er jörð eða jarð-
nesk æfi. Hvernig verða þá þeir endurfundir? Hvers-
bonar minningar eiga þá eftir að tengja oss saman? Eig-
Uin vér þá eftir að gleðjast eða hryggjast yfir samver-
'annÁ hér? Og nú hefi ég ekki lengur i huga þá eina,