Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 26
Júni-Júlí.
Leiðtogar stórþjóðanna játa syndir sínar.
Tímar angistar og skelfinga ern oftast einnig timar
dýrðlegra voná og mikillar eftirvæntingar. Um hin
miklu aldahvörf, er hinar frjóvgandi lindir hinnar
grísk-rómversku menningar voru þegar teknar að þorna
og lífsmeiður þeirrar lieimsmenningar að skrælna, en
lýður Drottins sat aðþrengdur, kúgaður og „hnípinn í
vanda“, vaknaði í brjóstum hreinhjartaðra og trúaðra
sálna hin dýrðlegasta „eftirvænting“, og það sýndi sig,
að sú eftirvænting átli rót sina í eilífri fyrirhugun Guðs
þjáðu mannkyni til frelsunar. Mannkynsleiðtoginn og
frelsaririn kom sem svar við „eftirvæntingu lýðsins“.
Nú eru aftur slíkir tímar, tímar angistar og skelfinga,
tímar myrkurs og eyðileggingar, en um allan lieim
brennur í hrjóstum Guðs barna vonin og eftivæntingin
um bjartan og dýrðlegan dag eftir óveðrið. Þessi von
birtist í mismunandi kenningum, stefnum og lifsskoð-
unum, en hún brýzt allsstaðar fram gegnum sorta og
mistur yfirstandandi ófarnaðar.
Sagan endurtekur sig. Þegar mennirnir komast í
liáska, þá hrópa þeir til lijálpara síns. Á meðlætistím-
unum geta þeir látið borginmannlega og jafnvel neitað
tilveru Guðs. Hinu geta þeir þó aldrei neitað, að til eru
ákveðin lögmál, sem ekki er liægt að brjóta, án þess að
afbrotamanninn saki. Sá brennir sig, sem stingur hend-
inni í eldinn. „Heimskinginn segir í hjarta sínu: Eng-
inn Guð“. Sannlega þarf lieimsku til þess að afneita
öllu réttlæti. Fyrir lifandi verur, sem geta fundið til,
hlýtur alltaf eitthvað það að gilda, sem við köllum
„rétt“ og „rangt“, „réttlæti“ og „ranglæti“. Hvort menn
segjast hafa syndgað, eða brotið gegn „Guði“, eða „rétt-