Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 31
Kirkjuritið. Leiðtogar stórþjóðanna —.
213
Gæti ekki farið svo, að menn „styngjust í lijörtun“,
eins og fyrr á tímuni, ef annað slagið væru fluttar pré-
dikanir í öllum kirkjum landsins, svipaðar Jesajá 1.
kapítula: „Heyrið, þér himnar! og' lilusta þú, jörð! því
að drottinn talar .... Eg fæ ekki þolað, að saman fari
ranglæti og hátíðaþröng. Sál mín halar tunglkomur
yðar og hátiðir; þær eru orðnar mér byrði; eg er þreytt-
ur orðinn að bera þær. Og er þér fórnið upp höndunum,
óyrgi eg augu mín fyrir yður; og þótt þér hiðjið mörg-
um hænum, þá heyri eg ekki; hendur yðar eru alblóð-
ugar. Þvoið yður, lireinsið yður, takið illskubreytni
vðar i hurt frá augum mínum; látið af að gera illt. Lær-
iÖ golt að gera, leitið þess, sem rétt er; lijálpið þeim,
seni fyrir ofríki verður, rekið réttar liins munaðarlausa
°g verjið málefni ekkjunnar. Komum nú og eigumst
lög við, segir drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skar-
!at, skulu þær verða livítar sem mjöll“.
Eða, mundi ekki 5. kap. Jakohsbréfs hitta einhvern
í öjartastað:
„Heyrið nú, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim
eymdum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er
oi'ðinn fúinn, og klæði yðar eru orðin mölétin, gull yðar
°g silfur er orðið ryðhrunnið, og ryðið á því mun verða
yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur; þér hafið
íjái'sjóðum safnað á síðustu dögunum. Sjá, laun verka-
mannanna, sem hafa slegið lönd yðar, þau er þér hafið
haft af þeim, hrópa, og köll kornskurðarmannanna eru
komin til eyrna drottins liersveitanna. Þér hafið lifað
1 sællífi á jörðinni og öhófi; þér liafið alið hjörtu yðar
ó slátrunardegi“.
Heilög ritning er auðug af slíkum ávítunum, áminn-
mgum, syndajátningum og kraftprédikunum. Þeirra
var þörf á liðnum öldum, mannseðlið hefur lítið breyzt,
°g þeirra er þvi enn þörf. Enn þarf heimurinn að taka
sinnaskiptum, enn þarf að segja þjóðunum með postul-
legri hreinskilni, að þær hafi krossfest Guðs son að