Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 36

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 36
218 Prestastefnan. Júní-Júli. varið um lægðirnar í andlegu og siðferðilegu lífi stór- þjóðanna. Þær þokast einnig hingað í norðurhöf og valda veðrabrigðum í þjóðlífi voru. Það er þannig ekki liæg't að verjast því að veita því athygli, hvernig lægðir þær, er ófriðurinn olli á siðferðilega sviðinu, koma hingað til vor og hafa áhrif á hugsunarhátt, trúarlíf og siðgæði íslenzku þjóðarinnar. Vér þurfum að vera við þvi búnir að taka við veðrabreytingunum, sem lægð- irnar valda, til þess að tjónið verði sem minnst. Það er mikið undir þvi komið, að kirkjan fylgist með þvi, sem fram fer í þessum skilningi. Hún verður að vera vaxin þeim vanda að vaka og vernda og veita öflugt viðnám öllu því, sem ógnar oss og valdið getur tjóni. Á slíkum tímum, sem nú ganga vfir heiminn, er til þess ætlazt, að kirkjunnar menn séu í sérstökum skiln- ingi vökumenn þjóðarinnar. Þeir eiga að vara við hætl- unum. Þeir eiga að hrópa viðvörunarorðin svo Jiátt, að þau liljóti að lieyrast. Og sérstaldega er það Jieilög skylda vor, er vér sjáum, að liáskinn er yfir í siðferði- legum efnum, að vernda börnin og æskulýðinn. Yér vit- um allir, að nú er þess brýn þörf, að kirkjan slcilji þetta lilutverk sitt. Ég get elcld liugsað mér, að nokkur ís- lenzkur prestur sé um þessar mundir áhyggjulaus í þessu efni. Vel væri, ef prestastefnan gæti orðið til þess að opna enn betur augu vor fyrir ábyrgðinni, sem á oss livilir, og leiðir fyndust til þess að leysa þann þjóðfé- lagsvanda, sem vér stöndum gagnvart. Það er enn ekki fagurt eða ánægjulegt um að litast í heiminum. Ef lil vill liefir böl heimsins og neyð aldrei verið jafn mikil og nú. Einlivers staðar sá ég nýlega, að Imngurdauði vofir yfir fjórða Jiverju mannsbarni á jörðunni. Þetta er ótrúlegt —- en sennilega er það salt. Skelfingar afleiðingar ófriðarins eru enn ekki allar komnar í ljós. Neyðarópin hljóma um allan heim frá fólki, sem sér engar vonir. Þjáning mannanna er svo stór, að engin

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.