Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 37
Kirkjuriti?>
Prestastefnan.
219
orð eru ti., sem geta lýst henni. Það er aðeins lítið, sem
vér Islendingar getum gjört til þess að draga úr þess-
um þjáningum. Vér eigum viljann lil þess, og oss langar
lil að eiga einhvern þátt i því fagra verlci að draga úr
þeim. En máttur vor nær skammt. En vér kirkjunnar
menn getum gert annað. Vér getum lagt oss alla fram
um, að þessi þjóð eigi ekki i vændum þjáningarílca
framtið vegna mistaka, misstiga og' vegna lífernis, sem
hlýtur að leiða af sér kvöl og neyð.
Þér liafið veitt því athygli, að fyrir skemmstu hefir
allmikið verið talað og rætt um það, sem aflaga fer hér
í landi voru i siðferðilegu tilliti, einkum meðal æsku-
lýðsins. Mönnum kemur saman um, að við svo húið megi
ekki standa. Ég' liefi ekki orðið var við, að bent liafi
verið á margar leiðir til þess að ráða bót á þessu, enn
sem komið er. Það hefir verið rætt um að fjölga lög-
i'egluþjónum i bæjunum, og efast ég ekki um, að þess
er fullkomin þörf. Það er engin leið til örugg, önnur
en sú, að hafa áhrif á lyndiseinkunn hinna ungu. Og
engin áhrif koma þar að fullu gagni önnur en áhrif
kristindómsins.
Kirkjan verður að láta þessi mál til sín taka. Ég skal
játa, að liún hefir að ýmsu leyti sæmilega aðstöðu til
þess úti um land. En liún hefir hinsvegar langt frá því
góða aðstöðu til þess í höfuðborginni og öðrum stærstu
kæjum landsins. Til þess að áhrif kirkjunnar komi að
§a§ni> þarf presturinn hver á sínum stað að leggja fram
mildð, mér liggur við að segja, daglegt starf. Þetta starf
krefst mikils tíma, umhugsunar og árvekni. I raun og
veru þarf presturinn að liafa persónulegt samhand við
hvert einasta barn og ungling í söfnuðinum. Starf
kirkjunnar kernur ekki að fullum notum fyrr en þessu
marki er náð. — En eins og nú standa sakir, t. d. í
Reykjavík, og hið sama mun vera að segja um Akur-
eyri og aðra stærstu kaupstaðina, geta prestarnir alls
ekki haft slikt samhand við hina ungu. Starf þeirra er