Kirkjuritið - 01.06.1946, Síða 44
220
Prestastefnan.
Júní-Júli.
C)lltim þessum starfsbræSrum vorum árnum vér heilla og bless-
unar GuSs í nútíð og framtíð um leið og vér þökkum þeim
störfin í þágu kirkju og kristni landsins á umliðnum árum.
Nýir starfsmenn, sem kirkjunni hafa liætzt á synodusárinu,
cru þessir:
Lárus Ilalldórsson cand theol, er vígður var hinn 14. október
síðastliðinn til Flateyjarprestakalls i .Barðastrandarprófastsdæmi
og hefir verið skipaður prestur þar að undangenginni kosningu.
Hann er fæddur að Selvöllum í Helgafellssveit 10. október
1920. Foreldrar hans eru: Halldór Þ. Sveinsson og Kristín S.
Hafliðadóttir. Séra Lárus lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið
1941 og embættisprófi í guðfræði við Háskólann vorið 1945.
Hann er kvæntur Þórdísi Nönnu Nikulásdóttur.
Séra Finnbogi L. Kristjánsson, f. prestur að Stað í Aðalvík,
er lét af prestsskap í fardögum 1945, liefir nú að undangeng-
inni lögmætri kosningu verið skipaður sóknarprestur í Hvamms-
l'restakalli í Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi frá 1. júní
þ. á. að telja.
Séra Jón J. Auðuns, áður prestur Frjálslynda safnaðarins i
Reykjavík og Fríkirkjusafnaðarins i Hafnarfirði, var hinn 1.
desember s.l. skipaður annar prestur við dómkirkjuna i Reykja-
vik.
Séra Jón er fæddur á ísafirði 5. febrúar 1905. Hann lauk em-
bættisprófi í guðfræði við Háskólann 1929. Dvaldi erlendis 1929
-1930 við framhaldsnám. Vígður 10. ág. 1930 sem prestur Frí-
kirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og hefir gegnt prestsþjónustu-
störfum fyrir jjann söfnuð siðan. Jafnframt gerðist hann prestur
Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík, cr hann var stofnaður ár-
ið 1941.
Loks er j>ess að geta, að Kristinn Stefánsson cand theol. var
hinn 28. april s.l. vígður prestur til Fríkirkjusafnaðarins i Hafn-
arfirði, og má því cinnig bjóða hann velkominn í lióp vorn.
Séra Kristinn er fæddur að Brúnastöðum i Fljótum i Skaga-
firði 22. nóvember árið 1900. Hann lauk embættisprófi i guð-
fræði við Háskólann 1928, en dvaldi síðan erlendis við fram-
haldsnám 1929—30. Skólastjóri héraðsskólans í Reykholti 1931
—1939, er hann fékk lausn frá því starfi sökum heilsubrests.
Siðan gerðist hann starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu.
Séra Kristinn hefir tekið allmikinn þátt i ýmsum félagsmál-
mn og er meðal annars Stórtemplar Stórstúku I.O.G.T. frá þvi
1941. Hann er kvæntur Dagbjörtu Jónsdóttur.
Alla þessa nýju starfsmenn kirkjunnar leyfi ég mér að bjóða