Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 46

Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 46
228 Prestastefnan. .Túní-Júli. sameiningu af próföstunum i Árness- og Kjalarnessprófast- dæmum. 9. Garðaprestakall í Borgarfjarðarprófastsdæmi losnaði nú í fardögum og verður sennilega veitt innan skamms. Séra Magnús Runólfsson annast þar þjónustu. 10. Sla'ðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi. Því þjónar sem settur prestur séra Stefán Eggertsson. 11. Staðarhólsl)ing i Dalaprófastsdæmi, er prófasturinn i Hvammi þjónar ásamt sínu kalli. 12. Breiðabólsstaðarprestakall í Snæfellsnesprófastsdæmi, er losnaði i fardögúm, og hefir þjónustu þess enn eigi verið ráðstafað. 13. Brjánslækjarprestakalt i Barðastrandarprófastsdæmi, er losnaði nú í fardögum og enn er óráðstafað. 14. Hrafnseyrarprestakall i V.-Isafjarðarprófastsdæmi, er presl- urinn á .Bildudal þjónar. 15. Staðarprestakall i Aðalvik í N.-ísafjarðarprófastsdæmi. Því þjónar sóknarpresturinn að Stað í Grunnavik. 1 (>. Mælifellsprestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi, sem þjón- að er af sóknarprestinum í Glaumbæ. 17. Grimseyjarprestakall í Eyjafjarðarprófastsdæmi, og þjónar því sóknarpresturinn i Ólafsfirði. 18. Hálsprestakall i S.-Þingeyjarprófastsdæmi. Því þjónar, sem settur prestur, séra Björn 0. Björnsson. 19. Svalbarðs-þingaprestakall í N.-Þingeyjarprófastsdæmi, er losnaði fyrir skömmu við lát séra Hólmgríms. Því er enn óráðstafað. Alls eru þá 19 prestaköll óveitt á landinu að þessu sinni, eða einu fleira en síðastliðið ár. Þrjú þeirra munu verða bráðlega veitt. í tveim eru settir prestar, en 14 er þjónað af nágranna- prestum eða þjónustu óráðstafað í bili. Tvær kirkjur hafa verið vígðar á synodusárinu: Hellnakirkja á Snæfellsnesi þann 12. ágúst og Reyniskirkja í Mýrdal hinn 26. maí s.l. .Báðar þessar kirkjur eru byggðar úr steini, hin prýði- legustu og myndarlegustu lnis, er bera fagran vott um áhuga og fórnfýsi safnaðanna. Þá mun einnig að mestu lokið smiði kirkn- anna að Melstað og Asólfsskála, og verða þær sennilega vigðar í sumar. Kapella hefir verið reist að Voðmúlastöðum i Rangárvalla- prófastsdæmi og mun verða fullbúin í sumar. Ennfrenmr hefir verið endurreist kirkja að Miklaholti í Snæfellsnesprófastsdæmi, og verður hún væntanlega einnig vígð í sumar. Guðslnis þessi

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.