Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 56

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 56
238 Prestastefnan. Júní-Júlí. guðfræðinema Háskólans. Máli lians var tekið hið hezta og þessi tillaga samþykkt: „Prestástefna íslands 1946 telur nauðsynlegt, að stofnaður verði í Reykjavik söngskóli fyrir þjóðkirkjuna, þar sem kennt sé söng- ur og orgelsspil nemendum guðfræðideildar Háskólans og söng- kennara- og organistaefnum, er síðar liefðu á hendi söngstjórn • og orgelspil í kirkjum iandsins, svo og þeim barna- og unglinga- kennurum, er söngkennslu mundu hafa á liendi í þeim skólum. Telur prestastefnan, að stofnun sliks skóla mundi ekki hafa vcrulegan kostnað í för með sér, þar sem einn liður i starfi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar mundi verða sá að veita skól- anum forstöðu og annast kennslu þar að verulegu leyti. Fyrir því leyfir prestastefnan sér að beina þeirri ósk tii kirkjumálaráðherra og rikisstjórnarinnar í heild að beita sér íyrir því, að slíkunt skóla verði komið á fót á næsta hausti“. Siðasta mál þennan dag voru frumvörp þau varðandi kirkj- una, er fyrir Alþingi liggja. Gjörði biskup grein fyrir þeim, og samþykkti prestastefnan að mæla með frumvörpum um hýs- ingu prestssetra, hækkun sóknargjalda, og vigslubiskupa að Hólum og Skálholti. Við morgunguðsþjónustu síðasta fundardaginn lás prófessor Asmundur Guðmundsson Ritningarkafla og flutti bæn. Biskup flutti erindi um væntanlegt kirkjumenntahús og skýrði frá því meðal annars, að kirkjuráð hefði veitt til byggingar þess úr prestakallasjóði 100000 kr., bæjarráð aflient lóð undir það og húsameistara verið falið að gjöra uppdrátt að því. Framlög presta til hússins væru óðum að berast. Ymsum fleiri málum var hreyft. Þessi tillaga kom fram meðal annars frá séra Friðrik Rafnar vígslubiskupi og var samþykkt i einu hljóði: „Prestastefnan skorar á kirkjustjórnina að fjölga prestum svo í fjölmennustu prestaköllum landsins (kaupstöðunum), að til jafnaðar sé að minnsta kosti prestur á hver 4000 manns.“ Séra Pétur T. Oddsson prófastur ræddi um nauðsyn þess að skipuleggja æskulýðsstarfið, á þann veg m. a. að hafa mann til þess að ferðast um byggðir landsins og hjálpa til að stofna og starfrækja æskulýðsfélögin. Séra Óskar Þorláksson á Siglufirði vakti máls á því að taka sem bezt hina nýju tækni i þjónustu kirkjunnar. Minntist hann á útvarpið í þvi sambandi, kirkju- h.’ga kvikmyndastarfsemi og kirkjusýningu i Reykjavík i sam- bandi við aldarafmæli Prestaskólans haustið 1947. Séra Guðbrandur Björnsson prófastur bar fram tilmæli til bisk- ups og kirkjuráðs um, að 17. júni yrði, auk þess að vera þjóð-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.