Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 59

Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 59
Kirkjuritið. Fermingarundirbúningur. (Inngangsorð að umræðum á aðalfundi Prestafélags íslands 19. júní 1946). Sanikvæmt fyrirmælunum Um skírnina í Matt. 28,19-- 20, hefir kristin kirkja frá öndverðu hvorttveggja gjörl, að skíra og kenna. Hér verður aðeins síðara atriðið, kennslan, tekin til athugunar og umræðu. Með ferming- artilskipun frá 1746 er ferming barna lögleidd hér á íslandi. Áður en ferming fór fram, skyldi liinn fermdi fá fræðslu i meginatriðum hinnar kristnu trúar og sið- ferðis, svo sem hin áðurnefndu fyrirmæli um skírnina í Matt. 28,19—20 gjöra ráð fyrir. Þessa kennslu hefir íslenzka prestastéttin ásamt heim- ilunum lengst af liaft með höndum. Yms kver liafa verið gefin út til afnota við kristin- dómsfræðslu barna undir fermingu. Fram til 1907, að almenn harnafræðsla var lögleidd i landinu, önnuðust prestar ásamt heimilunum aðallega þessa fræðslu, og var kverkennslan eða kristindómsnáinið annar veiga- mesti þátturinn í námi barnanna, hinn lestur, skrift og reikningur, og var eftirlit með þeirri fræðslu einnig í liöndum hinna sömu aðilja að miklu leyti. Með fræðslulögunum 1907 verða straumhvörf i þess- um efnum. Nú er fræðslan öll að miklu leyti flutt frá heimilum og presti vfir til kennarastéttarinnar. Ráð er þó gjört fyrir því, að hinn sérstaki fermingar- úndirbúningur verði áfram í höndum prestsins, svo sem áður hafði verið. Kristindómsnáminu er nú skiþt milli presta, skóla og heimila. Skólinn tekur að sér að kenna bornum biblíu- sögur og sálmavers, en heimilin og presturinn hafa kverkennsluna að mestu í sínum höndum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.