Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 66

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 66
Júní-Júli. Brot úr ferðasögu frá Blaine, Washington, til Minneota í Minnesota-ríki í júnímánuði 1917. Það var á þriðja prestsþjónustu ári mínu í Blaine, Washington, að bréf kom til mín í maímánuði 1917, frá söfnuðunum íslenzku í Minneota-prestakalli í Minne- sóta þess efnis að biðja mig, ef ég væri fús til þess, — og fengi leyfi prestakalls míns þar til, að inna af hernli millibils prestsþjónustu í Minneota og umhverfinu, um tveggja mánaða bil, að afloknu kirkjuþingi, er þar átli að haldast síðla í júnímánuði. Söfnuðirnir í Minneota- umhverfi liöfðu ekki liaft fasta prestsþjónustu frá ár- inu 1914, að dr. Björn B. Jónsson, sem þar hafði þjónað í full tuttugu ár, varð prestur í Fyrsta lúterska söfnuð- inum í Winnipeg. Millihilsþjónustu hafði séra Friðrik Friðriksson (barnavinur) frá Reykjavík liaft með hönd- um, en var nú fyrir nokkru, er hér var komið sögu, farinn heim til Islands. Ég lagði bréfið fyrir safnaðarfundi í Blaine og í Point Robert, W,ashington, en þar voru fastasöfnuðirnir, sem ég þjónaði, en auk þessara safnaða flutti ég' guðsþjón- ustur og framkvæmdi prestsverk víða á norðanverðri Ky rr ali af ss tr öndinni. Söfnuðurnir gáfu mér hurtfararleyfi; tók ég því að undirbúa mig undir burtförina, en í raun og veru átti ég ekki heimangengt; en konan mín vildi, að ég gseti setið kirkjuþingið, og með þessu móti opnaðist vegur til þess. Ég fékk þær upplýsingar hjá stöðvarstjóra járn- brautarfélagsins í Blaine, að farbréf frá Spokane, Wash- ington, til Minneota kostaði $ 22,50, en farhréfið þurfti ég' ekki að kaupa fyr en til Spokane kæmi, því að ég j

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.