Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 70

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 70
252 S. Ó.: Brot úr ferðasögu. Júní-Júlí. ar við skildum, gaf hann mér nafnspjald sitt, en á því stóð: Jacob Weiss, Cold Springs, Minnesota. Viku síðar gat ég sent honum dollarann, sem liann svo góðfúslega hafði lánað mér, — af góðvild hjarta síns. — Þessi reynsla mín, ásamt atburðinum i Spokane, Washington, sem fvr var að vikið, styrkti mig í trúnni á liandleiðslu Guðs — og það, að yfir manni er vakað af óþrotlegri föðurvernd, sem aldrei hreytist né þreytist. Síðdegis þennan sama dag komst ég loks alla leið til Minneota. Vigfús Anderson, aldraður heiðursmaður, mætti mér á járnhrautarstöðinni og fylgdi mér heim lil Gunnars Björnssonar ritstjóra og Ágústu konu hans, en hjá þeim — á þeirra góða heimili — átti ég að dvelja, meðan á þingi stæði. Var sem ég væri kominn í foreldra- liús, eða til eldr.i svstkina, svo góð og umhyggjusöm voru þau hæði. Fór það svo, að ég naut gestrisni þeirra í þá tvo mánuði, sem ég dvaldi í umhverfinu. Það var mikil og kærkomin breyting að koma í mann- fagnaðinn og veizluhöldin, sem kirkjuþinginu voru samfara, eftir hálferfiða og einmanalega ferð „vestan frá hafi“, en þakklátur er ég fyrir reynsluna, sem mér féll í hlut á leiðinni. Hún varð mér með öllu ógleynv- anleg — og dýrmæt — á ýmsan hátt. Sigurður ólafsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.