Kirkjuritið - 01.06.1946, Blaðsíða 72
Júní-Júlí.
Fréttir.
Séra Bjarni Hjaltested,
fyrv. kennari og prestur, andaðist að heimili sínu í Reykjavík
17. júlí. Hans verður minnzt siSar hér í ritinu.
Séra Eiríkur J. Eiríksson
hefir verið endurkosinn forseti Ungmennafélaga íslands á sam-
handsþingi félaganna að Laugum snemma í júlímánuði. Flutti
séra Eiríkur þar prédikun undir heru lofti sunnudaginn 7. júlí,
en þann dag var mikið fjölmenni samankomið að Laugum, um
4000 manns.
Biskupsvísitazía.
Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup vísiteraði Vestur-Skafta-
fellsprófastsdæmi 4.—8. júlí. í för með honum voru alla dag-
ana séra Jón Þorvarðsson prófastur og Pétur Sigurgeirsson,
cand. theol., sonur biskups.
Kirkjuþing landa vorra í Vesturheimi
voru lialdin siðast i júnímánuði og fyrst í júlí í sumar, bæði
fjölsótt og ánægjuleg eftir blöðunum að vestan að dæma.
Forseti Hins evangeliska-lúterska kirkjufélags er endurkos-
inn dr. Haraldur Sigmar og forseti Sambandskirkjunnar séra
Eyjólfúr Melan.
.Bæði kirkjufélögin gefa út mjög læsileg tímarit, hið fyrnefnda
Sameininguna og hið síðarnefnda Brautina (ritstjórar séra Sig-
urður Ólafsson og séra Halldór Johnson). Ættu íslendingar hér
lieima að kaupa þessi rit og lesa, því að margt er þar athyglis-
rert.
Utanför biskups.
Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup sigldi 17. ágúst til biskupa-
fundar i Sviþjóð fyrir Norðurlandabiskupa.
Embættispróf í guðfræði.
Þessir luku embættisprófi í guðfræði við Háskólann 28. og
29. maí:
Arngrímur Jónsson II. einkunn betri 123% stig.
j