Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 22

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 22
Hvað á ég að gjöra við Jesú? Hvaö á ég þá aö gjöra viö Jesúm, sem Kristur er kallaöurf Matt. 27, 22. Þessi spuming er þýðingarmest í lífi hvers manns. Svarið við henni ákveður um tímanleg og eilíf örlög. Þetta svar er ekki aðeins gefið í orðum, en framar öllu í lífi og breytni. Hinir fyrstu lærisveinar svöruðu með því að yfirgefa allt og fylgja Jesú. Þeir fylgdu honum frá þeirri stundu, að köllunin kom og þangað til að þeir luku þessu jarðlífi. Þrátt fyrir öll mistök og yfirsjónir héldu þeir sér fast við hann, jafnvel þótt leið hans lægi um Getsemane og yfir Golgata. Það var aðeins einn í lærisveinahópnum, sem gaf annað svar. Það var Júdas, sem sagt er um að gengið hafi burt til þess að sélja Jesú. Það var hans svar. Víst var um það, að hann hafði á timabili umgengizt Jesú, jafnvel fengið þýðingarmikið starf: að hafa fé undir höndum. Hann var í þeirra hópi, sem gjöra sér far um að hafa hagnað af trú sinni og Guði sínum. Hann lifði a trú sinni, en ei fyrir trú sína. Maður getur mjög vel geng- ið í söfnuð til þess að komast í meira álit, betri stöðu, fá hærri laun, tignari vini o. s. frv. En á þessu tímabili svík- ur maður og selur meistara, sinn. Prestarnir og Farísearnir gáfu annað svar. Þeir hróp- uðu: „Krossfestu hann.“ Jesús gjörði þeim erfitt fyrir. Hans boðskapur brá skugga á þeirra boðskap: „Aldrei hefir nokkur talað eins og þessi maður,“ sagði fólkið. Hann safnaði meiri mannfjölda kring um sig en hinum lærð- ustu meðal þeirra hafði nokkru sinni tekizt. Og þó sér- staklega þetta: Líf hans var dómur yfir þeim. Þess vegna vissu þeir ekkert annað svar við spurningu Pílatusar en að Jcrossfesta Jesú.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.