Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 30

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 30
98 KIRKJURITIÐ uppspuni einn og lygar, því að Jesús frá Nazaret hafi aldrei verið til sem söguleg persóna. Það er að vísu langt frá þvi, að höf. bókar þessarar hafi fyrstur fundið púðrið. Þessi staðhæfing, að Jesús Kristur hafi aldrei verið til, er næstum jafngömul krist- inni kirkju, og hefir jafnoft verið hrakin, eins og hún hefir stungið upp kollinum. Síðasta tilraunin til að halda henni fram á visindalegum grundvelli var gerð fyrir 24 árum. Þá skrifaði danski vísindamaðurinn og Gyðingur- inn Georg Brandes bók um þetta sama efni. Átti hún að sanna réttleysi tilveru kristinnar kirkju, með því að gnmd- völlurinn, sem hún byggði tilveru sína á, sjálfur höfund- ur hennar, hefði aldrei verið til, væri algerlega tilbúin persóna. Sú bók Brandesar, þessa áður mikilsmetna vís- indamanns, fékk þann dóm af fræðimönnum, ekki aðeins kirkjunnar mönnum, heldur líka sagnfræðingum, að hún væri endileysa ein frá upphafi til enda, og sumir ritdóm- arar tóku svo djúpt í árinni að segja, að með þessari ritsmíð hefði Brandes fyrirgert öllum rétti til, að nokkur tæki mark á skoðunum hans í öðrum efnum. Eina afsök- un hans væri sú, að þessi síðasta ritsmið hans væri til orðin í hugarórum og elliglöpum gamals manns. Nú er fróðlegt að athuga, hvað þessir menn, sem þann- ig skrifa, færa sem ástæður fyrir fullyrðingum sínum um, að Jesús hafi aldrei verið til. Það er aðallega þrennt: 1. Þeir telja guðspjöllin, sem heimildarrit, óábyggileg um sögulegar staðreyndir; þeim beri ekki saman innbyrð- is; guðspjöllin séu áróðursrit, en ekki sagnrit, og þau eru rituð það löngu eftir að atburðirnir gerðust, sem þau skýra frá, að ekkert sé á þeim byggjandi. 2. Jesú Krists sé ekki minnzt í öðrum sagnfræðiritum, nema sumstaðar lítillega. Og þar sem hans sé minnzt, bendi allt til að það sé síðari tíma innskot. 3. Þeir telja, að persóna Jesú Krists, eins og guðspjöllin lýsa honum, sé þannig, að hún fái ekki staðizt. Hafi hann hinsvegar verið til, þá hafi hann aðeins verið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.