Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 34

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 34
102 KIRKJURITIÐ ingarár Jesú eftir stjörnunni, sem Mattheus segir, að sézt hafi við fæðingu hans, og komst að svipaðri niður- stöðu. Ennfremur segir, að Jóhannes skírari hafi fyrst komið fram á 15. stjómarári Tíberíusar. Nú kemur sagn- fræðingum ekki saman um, hvenær Tíberíus varð keis- ari. Hann verður aðstoðarkeisari Ágústusar árið 12 eftir okkar tímatali. Jóhannes á eftir því að hafa hafið starf sitt árið 26. En Ágústus keisari deyr árið 14, og þá verð- ur Tíberíus aðalkeisari. Ef reiknað er með því ártali, hefir Jóhannes komið fram árið 28. Jóhannes starfaði sem kunn- ugt er aðeins stuttan tíma. Sennilegt er, að í guðspjöll- unum sé farið eftir valdatökutíma Tíberíusar árið 12. Eftir því er Jesús fæddur árið 4, og hefir komið til Jó- hannesar og skírzt 30 ára gamall, eins og guðspjöllin segja, þá hefir það verið árið 26 eða 27. Þetta passar líka við frásögn Jóhannesar, að Jesús hafi hafið starf sitt, er 46 ár hafi verið liðin frá þvi að Heródes lét endur- byggja musterið. En það gerði hann á árunum 19 og 20 f. Kr. Allt bendir þvi til, að Jesús hafi látið skírast af Jóhannesi árið 26, þá 30 ára. Þetta er nú öll skekkjan, 4 ár. En hverju er hún að kenna? Hún er til orðin þannig, að í byrjun 6. aldar var í Litlu-Asíu munkur, sem hét Dionysios og var kallaður hinn litli. Hann dó í Róm árið 556. Jóhann I. páfi fékk hann til að reikna út tímabilið með tilliti til páskahalds- ins. Frá honum og hans reikningi er það komið, að Jesús sé fæddur árið 754 eftir byggingu Rómaborgar eða árið 1. En síðari tíma rannsóknir hafa sýnt, að sá útreikningur stenzt ekki. En hverja þýðingu hefir þessi reiknings- skekkja, hvað viðkemur persónu og lífi Jesú? Vitanlega enga. Efast nokkur Islendingur um, að Jón Arason hafi verið til? Enginn veit þó, hvenær hann var fæddur. Tvo góða sagnfræðinga, Barða Guðmundsson og Pál Eggert Ólason greinir þar á um 10 ár. Almennt er talið, að Jón Arason sé fæddur 1484. Ámi Magnússon telur hann þó fæddan fyrr, 1480. Ekki veit ég til þess, að þessi óvissa

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.