Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 43
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN
111
þetta, enda telur hann frjálslyndi að engu gagni í and-
legum efnum eða þekkingu, heldur þurfi til þess blinda
bókstafstrú.
En nú er mér spurn: Hvers vegna ættum vér þá að vera
að burðast með háskóla til að uppfræða prestsefni? Er
t>á ekki bezt að snúa sér í þessu efni fyrir fullt og allt
að karlinum á kassanum og öðrum sams konar stríðs-
mönnum Drottins, sem miklu betri skil þykjast kunna á
öllu guðsorði en nokkur prófessor, veifandi Biblíunni eins
°g kylfu kringum sig og sannandi, hvað sem er, með
bókstaf?
Það mundi spara mikla fyrirhöfn að láta þessa menn
taka við öllu prestsstarfi á landi hér. Og ekki þjást þeir
af „lágkúrulegri skynsemsku og skrifborðsvizku“, svo að
notað sé orðalag sr. Sigurbjarnar.
Þegar guðsríki er komið í þetta æskilega horf, sem
þessa menn dreymir um, þarf engan Búa biskup eða Sig-
Urbjörn prófessor, heldur munu þessir prelátar ganga í
einfaldleik hjartans út á torgið og setjast við fætur karls-
ins á kassanum, þar sem þeir geta orðið fyrir uppbyggi-
legum helgunaráhrifum af hinum ástúðlega „almúga“-
nianni, ,,sem kann Biblíuna sína“.
1 hinum gáfulegu hugleiðingum sínum um
Gósenland „saurlífi", kemst sr. Sigurbjörn inn í það
trnhræsninnar. Gósenland trúhræsninnar, þar sem hann
kann verulega vel við sig. Meðal annars
kemst hann að þeirri heimspekilegu niðurstöðu, að „saur-
Hfi“ hafi enn sem komið er ekki verið talin nein veruleg
lyftistöng siðmenningar. Hver var að halda þessu fram?
En sleppum því. Það má athuga þessa kenningu ofurlítið
betur.
Fyrst þarf að vita, hvað hann kallar „saurlífi". Kaþólska
kirkjan taldi allt ástalíf saurugt og vanheilagt, en áleit
það þó illa nauðsyn. Miklir guðfræðingar þeirrar kirkju,
eins og t. d. Órigenes, gerðu róttækar ráðstafanir til að
deyða þennan djöful í holdinu, og slíkt hið sama ættu allir