Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 50

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 50
118 KIRKJURITIÐ haldið við (qua opinberun) og aftur endurnýjaðar með siðbótinni. Og loks er allt komið í bendu, baksegl og vand- ræði“ (bls. 447). Þessar glefsur ættu að nægja til að geta komið sr. Sig- urbirni í skilning um það, hvernig eitt hið andríkasta og háfleygasta trúarskáld Islendinga, presturinn séra Matthías Jochumsson mundi hafa litið á skáldskap Búa biskups og allt basl hans sjálfs í Víðförla og andlegra sálu- félaga hans, að vekja upp frá dauðum rétttrúnaðinn á Is- landi. 1 sálmabókinni eru meðal annars eftir séra Matthías þessi vers: Trúðu frjáls á Guð hins góða, Guð er innst í þinni sál. Guð er ljós og lyfting þjóða; lærðu Drottins hávamál. Hugsa mest um hvað þú ert, hræsnislaus og sannur vert; rístu upp og rektu á flótta rökkurvofur þrældómsótta. Hvar er lífsins sælan sanna, sigur þess og aðalmið? Það er framsókn frumherjanna, frelsissporið upp á við; það er vitsins blóðug braut, brotin gegn um hverja þraut, sigurleið hins sannleikssterka, sigur gæzku- og kærleiksverka. Engu af þessu mundi sr. Sigurbjörn geta verið sam- þykkur. Hann mundi berja sér á brjóst og segja með há- tíðarsvip, að allt þetta væri ósköp „sorglegt" eða „rauna- legt“, að sæmilega lesinn maður skuli geta látið sér detta nokkuð líkt þessu í hug. Jú, einmitt af því að séra Matthías var gáfaður, lesinn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.