Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 53

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 53
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 121 og að börnin eigi að skíra, svo að þau, færð Guði í skím- inni, verði tekin til náðar hjá Guði. Vér fyrirdæmum endurskírendur, sem hafna barnaskírn og fullyrða, að börnin verði hólpin án skírnar. 17. gr.: Enn fremur kenna þeir, að Kristur muni birt- ast við endi heims, til að halda dóm, og muni uppvekja alla framliðna, gefa guðhræddum og útvöldum eilíft líf °g ævarandi fögnuð, en fyrirdæma óguðlega menn og djöflana, svo að þeir pínist eilíflega. Þeir fyrirdæma Endurskírendur, sem kenna, að endir oiuni verða á hegningu fyrirdæmdra og djöflanna. Gr 18. gr.: „Þeir fyrirdæma Pelagiana og aðra, sem kenna, að vér, án heilags anda af einberum náttúrlegum kröftum, getum elskað Guð yfir alla hluti fram, og sömu- leiðis fullnægt boðorðum Guðs eftir verulegu eðli verk- anna. Því að þótt náttúrlegir kraftar geti nokkurn veginn framkvæmt hin ytri verk (t. d. haldið höndunum frá þjófn- aði og manndrápi), þá geta þeir ekki vakið hinar innri hreyfingar, t. d. guðsótta, traust til Guðs, skirlífi, þolin- mæði.“ 1 Apologia confessionis útskýrir Melanchton erfðasyndina enn fremur þannig, að þó að þeir hafi í goðri meiningu nefnt hana sjúkdóm, þá sé hér um ger- spúlingu í mannlegu eðli að ræða, eðli mannsins sé synd- Ugt og gerspillt frá fæðingu. Fóru siðbótarmennirnir í Þossu efni lengra en ýmsir skólaspekingar miðaldanna, sem efuðust um, að menn yrðu dæmdir til eilífrar glötunar Vegna erfðasyndarinnar eingöngu, og töldu hana fremur hrmldómsástand en spillingu á sjálfu eðli mannsins. Seg- ir Melanchton, að samkvæmt 1. Mósebók hafi manneðlið með syndafallinu eigi aðeins orðið undirorpið dauðanum °g alls konar líkamlegum meinum, heldur og selt undir yald djöfulsins. Sé því manneðlið í þrældómi hjá djöfl- luum, sem tæli það til óguðlegra hugsana og hreki það út * hvers konar synd og villu. Síðan sannar hann það með úh, að menn réttlætist aðeins fyrir trú.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.