Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 57

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 57
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 125 „Seg Israelsmönnum: Þér eruð harðsvíraður lýður; væri ég eitt augnablik með þér á leiðinni, mundi ég tortíma þér.“ En reyndar var ekki að búast við öðru, þegar einu sinni var búið að leggja mannkynið undir vald djöfulsins, og mátti Guð vel vita þetta. 1 sjálfu sér er ekkert að athuga við það, þó að frum- stseðar og vart hálfsiðaðar þjóðir geri sér jafn barnalegar °g óþroskaðar hugmyndir um Guð sinn. Hitt vekur meiri furðu, að nokkur menntaður maður nútímans skuli geta látið sér koma til hugar að trúa á þetta sem heilagan sannleika, eða líta á það öðru vísi en það auðsjáanlega er: hugarburð löngu liðinna alda. Vér gætum alveg eins vel trúað vorum eigin goðsögum úr forneskju, og eru þær þó yngri hugmyndasmíð. Það hefir staðið nokkurn veginn augljóst fyrir öllum, sem nokkuð hafa viljað vita, síðast liðnar aldir, að sagan Um sakleysisástand mannkynsins í upphafi og syndafallið er ekkert annað en barnaleg þjóðsaga, hér um bil um- snúningur á veruleikanum. Eden mannkynsins var aldrei annað en hrægrimm villi- uiennska, og það er þessi fortíðararfur, sem mannkynið er að reyna að vaxa frá. Verður öll guðfræði miklu skilj- anlegri, ef fallizt er á þetta viðurkennda sjónarmið vís- indanna. En frá misskilningi á þessu stafa mestu kynstur af heimskulegri guðfræði liðinna tíma. Þeir Ágústínus og Tómas Aquinas voru t.d. í dauðans vandræðum með erfða- syndina, af þeirri ástæðu, að þeir trúðu ekki því, að sálin stafaði frá foreldrunum, heldur væri hún sköpuð af Guði nieð hverjum manni. Hins vegar töldu þeir, að það væri einkum sálin, sem syndgaði. En ef sálin erfðist ekki, hvernig gat hún þá erft synd Adams? Báðir þessir vís- indamenn gáfust upp við að skýra þetta, og svo hefir fleir- um guðfræðingum farið. En þeim var nokkur vorkunn; þeir voru börn sinna tíma í þekkingu. Þeim, sem nú vilja vekja upp slíka guðfræði, er hins

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.