Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 62
130 KIRKJURITIÐ Já, hvernig lízt mönnum á? Ég spyr aftur: Hvað verð- ur af görmunum, sem aldrei voru skírðir og aldrei verða, hinum ótölulega grúa, sem aldrei heyrðu Krist svo mikið sem nefndan og höfðu enga möguleika til þess? Sé reikn- að frá upphafi vega, er þetta langsamlega mestur hluti mannkynsins. Gleymdi Guð þeim alveg, eða voru þeir fyr- irhugaðir til glötunar eins og margir meiri háttar guð- fræðingar liðinna alda hafa óhjákvæmilega ályktað af þessum forsendum? Ekki er að furða, þótt góðhjartaðir kristniboðar þeytist um Kína og önnur milljónalönd til að reyna að hrifsa ein- staka sál frá þeim grimmilegu örlögum, sem gleymska Guðs hefir búið þeim í hinum loganda hver! Sjálfir virðast þeir vera snöggt skárri en guð þeirra, þó að þetta fyrirtæki þeirra að reyna að bæta um mál- efnin fyrir Guði, sýnist reyndar ógnarlega vonlaust, þeg- ar þess er gætt, að mest af öllu ríður á að „varast all- an sannleika, allt réttlæti, allan boðskap, alla trú og allan kærleika, alla anda og öll orð, sem ekki eru sjálfur Guð.“ En kannske þessir menn séu „sjálfur Guð“, og kemur hann þá til fárra. Þetta er svo sem engin ný guðfræði! Jafnvel í þessari litlu grein kemur fram allt hið óhugnanlegasta í guðfræði liðinna alda: Gerspillingarkenningin, fyrirhugunarkenning- in, friðþægingarkenning Anselmusar (satisfactio vicaria), og hin siðlausa trú á eintóma játning, án skilnings, án góð- leiks, án nokkurs annars en blindrar flokksþjónustu, eins og Guð væri pólitískur herforingi, sem útskúfaði öllum, sem ekki tryði á stefnuskrána, sem þó reyndar engin er. Undir öllu brennur hinn logandi helvítiseldur. öll er framsetning Barths miklu moldviðriskenndari og ruglingslegri en hjá hinum fornu guðfræðingum, þó að hún sé í kjarnanum hin sama. Stafar sú hnignun af algerri fyrirlitning hans á mannlegri skynsemi og menningar- viðleitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.