Kirkjuritið - 01.04.1950, Qupperneq 62
130
KIRKJURITIÐ
Já, hvernig lízt mönnum á? Ég spyr aftur: Hvað verð-
ur af görmunum, sem aldrei voru skírðir og aldrei verða,
hinum ótölulega grúa, sem aldrei heyrðu Krist svo mikið
sem nefndan og höfðu enga möguleika til þess? Sé reikn-
að frá upphafi vega, er þetta langsamlega mestur hluti
mannkynsins. Gleymdi Guð þeim alveg, eða voru þeir fyr-
irhugaðir til glötunar eins og margir meiri háttar guð-
fræðingar liðinna alda hafa óhjákvæmilega ályktað af
þessum forsendum?
Ekki er að furða, þótt góðhjartaðir kristniboðar þeytist
um Kína og önnur milljónalönd til að reyna að hrifsa ein-
staka sál frá þeim grimmilegu örlögum, sem gleymska
Guðs hefir búið þeim í hinum loganda hver!
Sjálfir virðast þeir vera snöggt skárri en guð þeirra,
þó að þetta fyrirtæki þeirra að reyna að bæta um mál-
efnin fyrir Guði, sýnist reyndar ógnarlega vonlaust, þeg-
ar þess er gætt, að mest af öllu ríður á að „varast all-
an sannleika, allt réttlæti, allan boðskap,
alla trú og allan kærleika, alla anda og öll
orð, sem ekki eru sjálfur Guð.“
En kannske þessir menn séu „sjálfur Guð“, og kemur
hann þá til fárra.
Þetta er svo sem engin ný guðfræði! Jafnvel í þessari
litlu grein kemur fram allt hið óhugnanlegasta í guðfræði
liðinna alda: Gerspillingarkenningin, fyrirhugunarkenning-
in, friðþægingarkenning Anselmusar (satisfactio vicaria),
og hin siðlausa trú á eintóma játning, án skilnings, án góð-
leiks, án nokkurs annars en blindrar flokksþjónustu, eins
og Guð væri pólitískur herforingi, sem útskúfaði öllum,
sem ekki tryði á stefnuskrána, sem þó reyndar engin er.
Undir öllu brennur hinn logandi helvítiseldur.
öll er framsetning Barths miklu moldviðriskenndari og
ruglingslegri en hjá hinum fornu guðfræðingum, þó að
hún sé í kjarnanum hin sama. Stafar sú hnignun af algerri
fyrirlitning hans á mannlegri skynsemi og menningar-
viðleitni.