Kirkjuritið - 01.04.1950, Qupperneq 81
/
EFTIRMINNILEGU STU FYRIRBÆRIN
149
hafði fengið áður heimild til að veita konunum í fangelsum
Þeirra altaríssakramentið. Prestsvígsla fyrstu kvenprestanna
vakti óhemju athygli og allt að hneyksli, og hefir auk þess
valdið ýmsum allmiklum áhyggjum. Nokkrir prestar hafa and-
niælt vígslunni og líta á hana sem alvarlega brotalöm, jafn-
vel sprungu, á samfestu og sameining þjóðkirkjunnar. Að
þessu höfðu biskupar haldið „solidariskan“ — einn fyrir alla
°g allir fyrir einn — vörð um prestsvígsluna. Enginn biskup
gat vígt það prestsefni, sem annar biskup hafði varnað eða
synjað vígslu. Nú er það talið — og er augljóst mál — að
þessu er ekki framar þannig farið, eftir að kvenprestur hefir
verið vígður til kjörsafnaðar í Lálands og Falstur stifti, þvert
y móti vilja biskupsins yfir þessu sama stifti. Ógilding á sam-
abyrgð um prestsvígsluna virðist geta leitt beina leið til per-
sónulegrar einkamáls-skoðunar á henni, gagnstætt lúterskum
skilningi á henni og embættinu og haft alveg ófyrirsjáanlegar
nfleiðingar. En á hina hliðina hafa mótbárurnar gegn prests-
vigslu kvenna sýnilega við mjög lítil rök að styðjast. Ástæðan
su, sem byggð er á Ritningunni og traditioninni gegn prests-
vigslu kvenna, er tæplega svo örugg, sem látið er í veðri vaka.
in. Hið svo nefnda Hjartar-mál er eitt athyglisverðasta
°S merkilegasta prestamálefni, sem nokkru sinni hefir kunn-
ugt orðið í hinni dönsku þjóðkirkju. Aðalmaðurinn, séra Ósk-
ar Hjörtur, prestur á Vestur-Jótlandi, er mjög alvörugefinn,
samvizkusamur maður, og í ræðuflutningi og guðfræði ákveð-
lfm fulltrúi og framvörður greinilegs lútersks rétttrúnaðar
(ortodoksi) og leggur í kenningunni sterka áherzlu á þræl-
hdndinn mannsviljann og réttlæting af trú. Þessi kenning
Prestsins vakti andúð og mótspyrnu í söfnuði hans, þar sem
lorystumennimir voru mótaðir og sniðnir í vakningar-kristin-
hými í innratrúboðsklæðnaði eða Grundtvigs-kristni. Kirkju-
sokn hrakaði svo uggvænlega, að ekki var unnt að messa
ffesta sunnu- og helgidaga ársins, vegna þess að enginn söfn-
u®ur mætti. Séra Hjörtur lagði aðalatriðin í kenningu sinni
fram fyrir sóknamefndina, sem kvaðst óska annarrar kenn-
lngar, og óskaði enn fremur — í beinu framhaldi af því —,
bandið, sóknarbandið milli prestsins og safnaðarins yrði
eyst. En vegna þess, að séra Hirti hvarflaði í hug, eða skild-
lst’ a® kirkjuhöfðingi hans, prófasturinn, og biskupinn Malm-