Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 84

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 84
152 KIRKJURITIÐ veður. Fundurinn ákvað, að einstakir deildarmenn færu í heim- sókn til héraðs-, gagnfræða- og húsmæðraskólanna á félags- svæðinu og flyttu þar fyrirlestra á vetri komanda. Hefir slíkri starfsemi verið haldið uppi af hálfu deildarinnar á undanföm- um árum við vaxandi vinsældir skólanna. Næsti fundarstaður var ákveðinn á Akranesi. Deildarmenn nutu margs konar fyrirgreiðslu og alúðar sóknarprestsins á Borg, sr. Leós Júlíussonar. Stjóm Hallgrímsdeildar var endurkjörin. Skipa hana þess- ir menn: Sr. Magnús Guðmundsson, Ólafsvík, formaður, sr. Sigurjón Guðjónsson, Saurbæ, ritari og sr. Þorsteinn L. Jóns- son, Söðulsholti, gjaldkeri. Sigurjón Guðjónsson. Saurbœjarkirkja á Hvalfjarð’arströnd 70 ára. 7. ágúst s.l. var haldin hátíðarguðsþjónusta í Saurbæjar- kirkju í tilefni af 70 ára afmæli hennar. Að vísu var hinn rétti afmælisdagur kirkjunnar 3. sd. í jólaföstu 1948, og hafði þá afmælisundirbúningur farið fram, en sakir illveðurs þann dag var afmælisguðsþjónustunni frestað. Kirkjan er byggð 1878, af sr. Þorvaldi Böðvarssyni, og er nú elzta kirkja í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Er hún enn all- snoturt hús, og í henni góður hráolíuofn. — Við guðsþjónustuna var kirkjan þéttskipuð fólki. Aðalræð- una hélt sóknarpresturinn, sr. Sigurjón Guðjónsson prófastur. Lagði hann út af sama texta og sr. Þorvaldur Böðvarsson, er hann vígði kirkjuna fyrir fullum sjötíu áram. Aðrir ræðumenn vora: dr. theol. sr. Friðrik Friðriksson og sr. Jón M. Guðjóns- son á Akranesi, en sr. Magnús Runólfsson flutti bæn. Sálma- söngnum stjórnaði Þorvaldur Brynjólfsson organisti á Mið- sandi. Með kirkjukór sóknarinnar sungu þau hjónin Jóhann B. Guðnason sóknarnefndarformaður á Akranesi og kona hans fru Sigríður Sigurðardóttir, sem er úttvarpshlustendum að góðu kunn fyrir söng sinn. — Guðsþjónustan öll fór hátíðlega fram. — Að henni lokinni komu kirkjugestir saman til kaffidrykkju á Ferstiklu. Var þar sungið og ræður haldnar. Sigurjón Guðjónsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.