Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 85

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 85
Fréttir. Lyder Brun guðfræðiprófessor í Osló andaðist síðastliðinn nýársdag, á 80. aldursári. Hann var um sína daga einn af fremstu kennurum norskra guðfræðinga og brjóst fyrir heilbrigðum og sönnum kristin- dómi með þjóð sinni. Hann var afkastamikill rithöfundur, og enu sumar bækur hans frábær vísindarit. Mesta rit hans og aÖ líkindum hið bezta er Jesu Evangelium, og ætti hver prest- Ur á íslandi að eiga. Svipað má segja um skýringarrit hans Um Lúkasarguðspjall og I. Pétursbréf. Síðarnefnda ritið kom út skömmu fyrir dauða hans. Engin ellimörk er á því að sjá, fremur en voru á honum sjálfum. Ritstjóri Kirkjuritsins kynnt- ist honum fyrst persónulega haustið 1948 í Ósló og dáðist að brennandi áhuga hans og þátttöku í kristilegu lífi og starfi. Hann unni íslandi og þráði það að koma hingað. En nú kvað hann það um seinan. Hann fagnaði því, hve kirkja ís- lands væri frjálslynd og guðfræðileg vísindi við háskóla okk- ar lítt bundin kennisetningum. Háskóli Noregs og kirkja minntist hans sem eins sinna úeztu manna. ^ýr erkibiskup í Uppsölum. Yngve Brilioth biskup frá Váxjö er nú orðinn erkibiskup Svía í Uppsölum í stað Eidems. Hann er atkvæðamaður mik- úl. Tengdasonur N. Söderbloms. prestsvígsla. Sunnudaginn 26. febrúar vígði biskupinn dr. Sigurgeir Sig- urðsson Emil Björnsson, kandídat í guðfræði, prestvígslu. Tekst hann á hendur prestsþjónustu fyrir nokkurn hluta Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík samkvæmt beiðni hans. Þessi safn- aðarhluti nefnist Óháði fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík og greiðir hann eftir sem áður gjöld til Fríkirkjunnar. Formaður er Andrés Andrésson klæðskerameistari. p rrumvarp um afnám prestskosninga. Alþingismennimir Gylfi Þ. Gíslason og Sigurður Bjarnason úera enn fram frumvarp til laga um afnám prestskosninga. Er l?að nú í samhljóðan við álit meiri hluta Kirkjuráðs. Samkv. frumvarpinu skipar forseti íslands presta, en áður skal leita Urnsagnar biskups, héraðsprófasts og viðkomandi sóknarnefnd-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.