Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 7
BOÐSKAPUR TIL KIRKJU ÍSLANDS
53
hefir kirkjan ein í sumum löndum eftirlit með kristindóms-
fræðslunni. En síðan hefir hér orðið mikil breyting á,
jafnvel þannig um skeið, að hyllzt var til að ganga fram
hjá prestum við skipun í þessa stöðu. Á þessu þarf að
verða gagngerð breyting í áttina til þess, sem áður var.
Geta prestar sjálfir að líkindum ráðið nokkru um það,
bæði með því að taka fúslega að sér þetta starf, er það
býðst þeim, og með sívakandi fræðsluáhuga, sem væntan-
lega myndi fyrr eða síðar greiða þeim veg í skólanefnd.
Einnig mundi það víða mjög æskilegt, að prestar tækju
að sér kristindómsfræðslu í skólum að meira eða minna
leyti, eftir því sem við yrði komið og í samvinnu við
kennara.
Samfara eftirliti með kristindómsfræðslunni verður að
vera mikið og sjálfstætt starf að henni.
Það á að hefjast með börnunum sem yngstum.
Bezta fyrirkomulagið á því hygg ég yfirleitt sunnu-
dagaskóla, er presturinn heldur ekki sjaldnar en á messu-
dögum sínum. Sums staðar munu börnin svo fá, að hann
getur kennt þeim einn. En betra er að eiga góða að-
stoðarkennara, og kann það einnig að leiða til samstarfs
á öðrum sviðum. Reynslan mun sanna það, að börnin
laðast snemma að sunnudagaskólanum. Og margra ára
vera þeirra í sunnudagaskóla er mjög ákjósanleg, áður
en sérstakur fermingarundirbúningur hefst.
Af starfsskýrslum yðar sé ég, að tíminn, sem þér verjið
th fermingarundirbúnings, er mjög misjafn, og ætti yfir-
ieitt að vera miklu meiri. Engum tíma fáið þér betur
varið. Séu fermingarbörnin mjög mörg, má ekki hika við
að skipta þeim í flokka í undirbúningsstundum, svo að
bau hafi full not fræðslunnar og samvistanna. Skyldi
hvert barn ganga til spurninga að minnsta kosti í tvo
vetur fyrir fermingu sína. Presturinn verður að kynnast
Persónulega hverju barni og heimili þess og leggja fram
alla krafta sína til þess að koma því til nokkurs þroska
1 kristnum dómi. Kristnin verður að nema land með hverri