Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 8

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 8
54 KIRKJURITIÐ kynslóð og ekkert barn vera þar undan skilið. Hún flyzt ekki milli kynslóðanna eins og dauður arfur, heldur er hún líf. Ég veit, að þetta er mikið starf og krefst ein- lægni og alúðar fram í hverja æð og taug. Það er megin- þáttur, sem heldur prestsstarfinu uppi. En ekkert er yndis- legra né áhrifaríkara. Presturinn getur átt greiða leið að hverju barnshjarta og eignazt börnin að vinum, sönnum, tryggum, dásamlegum, er verma hug og hjarta til æfi- loka. En leiðir prests og fermingarbarna eiga ekki að skilja við ferminguna. Þó fer svo oft, því miður, og getur fleira valdið en fjarlægð í bókstaflegri merkingu. Það er sorgar- saga, sem ekki er að dyljast, að fyrsta altarisganga ferm- ingarbarnsins er ósjaldan einnig sú síðasta. Ef til vill eiga foreldrar þess og eldri systkini eða aðrir vandamenn nokkra sök á því, er þeir fylgja ekki fermingarbarninu til altaris. Samverustundum prestsins og fermingarbarn- anna lýkur og oft með fermingunni. Gegn þessu verður að hamla, og það hefir tekizt ýmsum prestum með góð- um árangri. Fyrir allmörgum árum var þetta mál rætt á presta- stefnu, og bundust þá prestar samtökum um það að stofna hver í sínu prestakalli kristileg ungmennafélög, og voru fermdu unglingarnir einkum hafðir þar í huga. Þeir, sem þetta hafa gjört, hafa uppskorið af því mikla blessun. Þeir hafa talið sig stíga með því stærsta gæfusporið í prestsskap sínum og nýja, bjartari tima renna upp. Hið sama hefir gilt um það, er prestar hafa tekið að starfa af alhug í þeim félögum, sem fyrir hafa verið, svo sem skátafélögum, unglingastúkum og ungmennafélögum. Einnig veit ég um samtök, er prestur hefir myndað með fermingarbörnum sínum um það, að þau minntust árlega fermingarafmælis síns með því að ganga til altaris. Haldið áfram á þessari braut, og látum það vera markmið vort, að kristilegt félagsstarf verði með æskulýðnum í hverju prestakalli landsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.