Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 9

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 9
BOÐSKAPUR TIL KIRKJU ÍSLANDS 55 Yður er öllum Ijóst, að miklir örlagatímar standa nú yfir með þjóð vorri eins og mannheimi öllum. Hamingja hennar á komandi árum fer eftir því einu, hvernig henni tekst að varðveita kristna trú og siðgæði. Ef oss auðnast það að gróðursetja kristindóm í hjörtum uppvaxandi kyn- slóðar, þá tryggir það frelsi lands vors og framfarir í öllu góðu, og við það verður oss einnig, hinum eldri, sjálf- um borgið. Þetta er hið dýrlega hlutverk, sem yður er falið fyrst og fremst. Enginn má bregðast. Allir eitt að þessu heilaga verki.“ Þá ritar biskup um nauðsyn húsvitjana og það, hvílíkur háski stafar af því, að víða hefir dofnað yfir þeim eða Þær fallið niður með öllu. Er í rauninni merkilegt til þess að hugsa og næsta óskiljanlegt, að prestum skuli finnast mögulegt að starfa án þessa sambands við sóknarbörnin. I sambandi við húsvitjanirnar ræðir hann svo um sál- gæzlu presta. Er hún einnig að dvína með minnkandi persónulegum kunningsskap presta við safnaðarfólkið. Ræðir biskup hér nauðsyn og vanda skriftanna, og hvað Þar skiptir mestu máli. Og því næst ræðir hann um guðs- Þjónustu og kirkjusókn. Má af þessu öllu sjá, hve störf Prestanna eru fléttuð saman, þannig að eitt starfið styður annað, en vanræksla á einu sviði torveldar öll önnur störf. Húsvitjanirnar gefa tækifæri til þess að kynnast fólkinu °g þá ekki sízt börnunum og komast að því, hvað þau kunna í kristnum fræðum. Sálgæzlan gefur innsýn í vanda- oiál mannlegs lífs og efni í kenningu prestsins, en hvort- tveggja þetta getur helzt og fremst stuðlað að því, að eldra og yngra fólk komi til kirkjunnar. Presturinn er vafalaust sjaldnast jafnvígur á allt. En einmitt með því að rækja öll störfin af fullri samvizkusemi, 'bæta kostir Prestisins á einu sviði úr ágöllum hans á öðru sviði.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.