Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 11
BOÐSKAPUR TIL KIRKJU ISLANDS
57
hans gjörspillt og flestum búna eilífa glötun. Mannkynið
sé á hraðri leið til sjálfstortímingar, en Guðs ríki of fjarri
til þess, að það verði nokkru sinni stofnað hér á jörð í
raun og veru.
En þetta er að bregðast þeim boðskap, sem Jesús flutti
lærisveinum sínum í upphafi og vildi, að þeir breiddu út
meðal mannanna: Guð er kærleiksríkur faðir, sem elskar
alla, bæði vonda og góða, réttláta og rangláta. Mennirnir
eru börn hans, og meðal þeirra vill hann stofna ríki sitt
hér á jörðu. Guðs ríki er komið í nánd, já, það er þegar
komið og býr í hjörtum manna. Daglega eiga mennirnir
að biðja um þetta ríki: Komi ríki þitt. Verði vilji þinn
svo á jörðu sem á himni.
Boðskapur Jesú var fagnaðarerindi kærleikans og hins
eilífa lífs og kröfur hans himinháar.
Vér verðum allir að rannsaka þá kenningu, er vér flytj-
um hverju sinni. Ef innsti kjarni hennar er ekki gleði-
boðskapur, þá er hún ekki heldur kristindómur. Vér eig-
um eins og fyrstu lærisveinar Krists að boða af fullri
djörfung komu Guðs ríkis hingað á jörð og hjálpræði
hans hverri mannssál til handa. Allt vol og víl á að vera
fjarri prédikun vorri. Vér eigum að sjálfsögðu að vera
raunsýnir, en jafnframt bjartsýnir. Guð kærleikans lifir,
og frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir.
Hann vill gefa oss ríki sitt hingað, grundvalla það hér á
jörð. Og það mun standa um tíma og eilífð. En vér verð-
um að veita því viðtöku með því að taka sinnaskiptum
og trúa fagnaðarerindinu. Allur boðskapur vor verður að
uiótast af trúnni á sigur hins góða að lokum, sigur kær-
loikans, sigúr Krists, sigur Guðs.“
Þótt hér sé um að ræða bréf til presta og prófasta, á
Þetta Hirðisbréf biskupsins erindi til fleiri manna. Því hefi
eg talið rétt, að Kirkjuritið vekti athygli á því svo vel,
sem verða mætti.