Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 12
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON: Ketill Þorsteinsson, biskup á Hólum. Á þessu sumri hafa liðnir tímar talað sterkar en oft fyrri. Og einkum hafa heyrzt raddir frá því timabili, sem á margan hátt virðist vera glæsilegast í sögu þjóðarinnar. Hinar umfangsmiklu rannsóknir í Skálholti hafa vakið eftirtekt og með réttu, en það var fyrst, er legstaður Páls biskups Jónssonar varð kunnur, að menn fengu almennt þá tilfinningu, að djúp og varanleg tengsl væru enn við þjóðveldistímann og goðakirkjuna fornu. Hér skal brugðið upp ágripi af sögu eins þeirra mörgu manna, þekktra, er hinzta leg hlaut hjá móðurkirkjunni í Skálholti. Hann er Ketill Þorsteinsson, biskup á Hólum frá 1122 til 1145, hinn annar á þeim stóli. Saga Ketils virðist ekki hafa verið rituð, en heimildir um hann hafa varðveitzt í nokkrum ritum, þannig að gjörlegt er að rekja ævi hans með nokkurri nákvæmni og sennilega rétta. Og eins og koma mun fram, er hann hinn virðulegasti fulltrúi þeirrar kirkju, er vér nefnum goðakirkjuna. Sú kirkja einkenndist af því, að ný trú hafði verið tekin af landsmönnum. Trú, sem leiddi af sér andlega vakningu, er hún flutti inn í landið nýja menningu. En hin nýja menning hinnar latnesku rómversk-kaþólsku trúar rann saman við hina fornu menningu og myndaði sérstæða sterka menningu, sem gat af sér þau rit, sem íslenzkt þjóðerni mun um aldur og ævi byggja tilveru sina á. Við tilkomu hinnar kristnu menningar losnuðu öfl úr læðingi, sem gátu af sér listaverk, sem vegna stíls síns og styrk- leika munu aldrei undir iok líða.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.