Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 22
68
KIRKJURITIÐ
Gróa Gizurardóttir lifði hann og fór í Skálholt. Gjörðist
hún þar nunna og andaðist á dögum Klængs, þ. e. a. s.
eftir árið 1152.
Sonur þeirra var Runólfur, er getur í prestaskrá Ara
fróða frá árinu 1143. Er Runólfur þar talinn með norð-
lenzkum prestum. Runólfur hefir verið skáld gott, er orti
Leiðarvísan, ljóð um helgi hvíldardagsins, sem ort er upp
úr einni hómíliunni í Stokkhólms-hómíliubók, og vísu um
kirkjusmíð Klængs í Skálholti, sem varðveitt er í Hungur-
vöku. Hann gjörðist munkur og andaðist árið 1186. Kona
hans var Valgerður Þorbrandsdóttir, en Úlfheiður dóttir.
Bróðursonar Ketils er og getið í heimildum, Runólfs
Dálkssonar, merkisprests. Hann var mikill unnandi þjóð-
legra fræða eins og Ketill.
Oft er það, að vér hverfum aftur til liðna tímans í hug-
anum. Og þá leitum vér einatt til hinna glæstu tíma, þá
er velmegun ríkti og andleg menning stóð í blóma. Þá
æskjum vér að vita meira og afla fleiri heimilda, en þær
verða oss eigi veittar fleiri né meiri en þær, er skráðar
voru endur fyrir löngu, og þær, sem eru leifar liðins tíma
og huldar moldu.
En sjáandinn, sem gæddur er goðlegri innsýni, getur
staðið í kirkjugarðinum í Skálholti og heyrt fagnaðar-
óminn í hinni fornu kirkju, er menn sungu hinum eina
Guði þakkir og lof. Og hann kann að horfa til suðausturs
að Laugarási og sjá hóp veizlubúinna manna koma með
Skálholtsbiskup í fararbroddi, með alvörusvip, flytjandi
hinn aldna Hólabiskup liðinn til hinzta hvílustaðar í bjartri
júlínóttunni árið 1145. Og hann kann að heyra enduróm
lexíunnar í sálumessunni almennu, er segir:
„Á þeim dögum. Og eg heyrði rödd af himni, sem
sagði: Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni
deyja. Já, þegar upp frá þessu segir Andinn: Þeir
skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja
þeim.“ (Opb. 14.)