Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 25

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 25
HARALDUR JÓNASSON PRÓFASTUR 71 Hann var til dæmis ágætlega íþróttum búinn, og þó að hann sýndist grannvaxinn, var hann mjög vel að manni og skæður í tuski, en á það reyndi jafnan töluvert í skól- anum. Sundmaður var hann ágætur og stundaði sund- kennslu á sumrum. Ölíkur varð æviferill okkar á ýmsa lund. Hann hverfur mér sýn að loknu námi svo að áratugum nam. Hið eina skipti, sem eg hefði átt þess kost að vera með honum nokkra daga, þ. e. á 25 ára stúdentsafmæli okkar 1932, var eg á flakki úti í löndum. En þegar eg loks hitti hann aftur, sjá! þá var hann, að mér fannst, nákvæmlega eins og síðast, er eg var með honum. Mér finnst þetta táknrænt um þennan mæta mann og trúa þjón. Hann sezt að starfi og haggast ekki þaðan fyrr en yfir lýkur. Vinnur starf sitt, andlegt og verald- egt, ef þar skal í milli greina, prestsstarf og prófastsstarf, heimilislíf með konum og börnum, búskap, sveitarstörf og allt annað, svo að ekki fellur blettur á skjöld hans. ÖIlu er óhætt í höndum hans, aldrei mikil átök, hvorki í námi né starfi, en aldrei nein hætta á að ekki sé gert það, sem gera átti og gera þurfti. Ef hann hefir ekki hlotið trúrra þjóna verðlaun, þá hefi eg misskilið eitthvað meira en lítið í kenningu hans, sem laununum ræður. * Magnús Jónsson. * Séra Ragnar Fjalar Lárusson hefir verið skipaður sóknarprestur á Siglufirði frá 1. febrúar að telja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.