Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 26

Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 26
Kirkjulíf á íslandi fyrr og nú. tJr blö'ðum séra Einars Thorlaciusar prófasís. Þótt ég hafi nefnt þetta erindi þessu nafni, er ekki tóm eða ástæður til að rekja þetta umfangsmikla efni frá fyrstu tíð, heldur mun ég aðallega binda efnið við síðastliðin 60—70 ár. Kringum 1870, er ég fyrst man eftir, var föst venja að húslestrar voru um hönd hafðir í heimahúsum á hverjum degi að vetrinum, oftast að kveldi til, alls staðar á Norður- landi, þar sem ég þekkti til. Og mun svo víst hafa verið um land allt. Húslestrar voru byrjaðir á síðasta sunnudag i sumri, og var ætíð sungið á undan og eftir lestri. Safnaðist fólkið saman á einn stað, og var hljótt á meðan lestri var hlýtt og þótti t. d. ekki hlýða, að spunnið væri á rokk, en ekki var fengizt mn, þótt fólk héldi á prjónum eða væri við aðra vinnu, sem enginn hávaði var að. Eftir húslestur bauð sá, er las, góðar stundir, en heimilisfólk þakkaði fyrir lesturinn. Venju- legastar húslestrabækur voru þá hugvekjur dr. Péturs biskups og bænakver hans. Einnig prédikanir hans á sunnu- og helgi- dögum ársins. Þó var stundum lesið í Vídalínspostillu, sem fólk haijði mjög miklar mætur á. Um föstuna voru Passíu- sálmamir sungnir og jafnframt lesið í föstuhugvekjum Péturs biskups, en að vorinu, eða frá páskum til hvítasunnu, var lesið i Vorhugvekjum sama biskups. Var óhætt að segja, að dr. Pétur biskup hafði séð vel fyrir andlegum þörfmn safnaðanna með samningu og útgáfu guðsorðabóka sinna. Að vísu voru til eldri guðsorðabækur, svo sem Sturmhugvekjur, Vigfúsar hug- vekjur og Bjamabænir o. fl. Einnig var til postilla eftir séra Árna Helgason, stiftprófast og biskup i Görðum á Álftanesi, en mér er óhætt að fullyrða, að húslestrabækur Péturs biskups ruddu sér brátt til rúms víðast hvar á landinu. Og þó Vídalíns- postilla væri kröftugri og mergjaðri, var hún bæði lengri og letrið áaðgengilegra, að minnsta kosti fyrir suma. Fór það svo, að húslestrabækur Péturs biskups voru gefnar út alloft, t. d.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.