Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 30
76 KIRKJURITIÐ kirkjusókn, enda eru 9 bæir nærri kirkjunni, og hagar að því leyti vel til með kirkjusókn. Frá öðrum bæjum er all-langt til kirkjunnar, t. d. af Fram-Landi og þó sérstaklega frá þeim þremur bæjum austan Rangár, efst og vestast á Rangárvöllum, sem kirkjusókn eiga að Skarði. Aldamótaárið 1900 fluttist ég úr Rangárvallasýslu vestur í Rorgarfjarðarsýslu. Kirkjusókn var þar lengi mjög góð, sér- staklega í Leirársókn, þar sem þéttbýlt var í nánd við kirkju- staðinn. Hins vegar er nokkuð strjálbýlla í Saurbæjarsókn, og aðeins einn bær, Ferstikla, nærri, og sá eini bær í sókn- inni, er sést frá staðnum. Sunnan Skarðsheiðar, í Akraness- og Saurbæjarsókn, var og hélzt enn kirkjusókn í bezta lagi, en miklu miður ofan heiðar, í Hestþingum og Lundarpresta- köllum. Og voru þar þó góðir prestar, þeir séra Arnór Þorláks- son á Hesti og séra Ólafur á Lundi, síðar prófastur í Hjarðar- holti í Dölum. Hins vegar var góð kirkjusókn í Reykholts- prestakalli hjá prestahöfðingjanum séra Guðmundi Helga- syni, fyrrum prófasti í Reykholti. Einnig lengi vel hjá eftir- manni hans, séra Einari Pálssyni. Hin fáu prestsskaparár séra Tryggva Þórhallssonar mun hafa verið sæmileg kirkju- sókn í Hestþingum, en hjá doktor Eiríki Albertssyni fremur dauf kirkjusókn. Er eins og liggi í landi dauf kirkjusókn í því prestakalli, hve góðir prestar sem veljast þangað. Alla prests- skapartíð séra Sigurðar Jónssonar á Lundi var þar mjög dauf kirkjusókn, sem að miklu leyti stafaði af heilsuleysi prests; var hann þó talinn dágóður prestur. 1 Mýraprófastsdæmi var ágæt kirkjusókn í Gilsbakkaprestakalli í tið séra Magnúsar Andréssonar og í Rorgarprestakalli í tið séra Einars Friðgeirs- sonar, en miður í Stafholts- og Hvammsprestaköllum. Hin góða kirkjusókn, sem víða átti sér stað, eins og getið hefir verið hér að framan, hélzt áfram fram yfir heimsstyrj- öld eða 1920, en upp úr því fer talsvert að gæta fjölbreyttari skemmtana í sveitum, sem ungmennafélaögin gangast fyrir. Færist þetta mjög í vöxt með hverju ári til 1930, og er svo enn í dag. Varla kemur svo nokkur sunnudagur, að minnsta kosti að sumrinu til, að einhvers staðar séu ekki auglýstar skemmtisamkomur. Hinir bættu vegir og bílarnir gjöra nú sveitafólki miklu auðveldara að sækja samkomur lengra að. Hefir þetta haft mikil áhrif í þá átt að draga úr kirkjusókn,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.